Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat SALAT
Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat

Salat sem er svo gott að það er hægt að borða það eintómt með skeið. Eftir að hráefnum er blandað saman þarf það að „taka sig” í nokkra klukkutíma eða yfir nótt í ísskáp.

.

SURIMISALÖTOSTASALÖT

.

Surimi
Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat

2 1/2 dl majónes
2 1/2 dl grísk jógúrt
1 piparostur
1 jalapenóostur/mexíkóostur
2 dl blaðlaukur, saxaður
1/2 rauðlaukur, saxaður
1/2 paprika, söxuð
1 mangó
1-2 lárperur, avókadó, söxuð gróft
1-2 bollar vínber, skorin í tvennt
250 g surimi

Blandið öllu saman og geymið í ísskáp yfir nótt.

Surimi- og ostasalat

.

SURIMISALÖTOSTASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum