Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Súkkulaðimús, holl og fljótleg. EGGJALAUS EFTIRRÉTTUR GRAND MARNIER EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI JAMIE OLIVER
Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Hugmyndin að þessum eftirrétti kom þegar ég horfði á þátt með Jamie Oliver. Stundum gengur svo mikið á hjá honum í eldhúsinu og það liggur við að maður finni fyrir sjóriðu… Annars er ég nokkuð ánægður með Jamie Oliver, hann er farinn að tala fyrir grænmetisfæði hvetur fólk til að borða meira grænmeti.

Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

☀️

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

200 g dökkt gott súkkulaði

700 g silkitófú

2 msk hlynsíróp eða gott hunang

börkur af eini sítrónu + smá safi

1 msk vanillusykur

1 msk Grand Marnier

pínulítið af chili

1/3 tsk salt

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Kreistið mesta vökvann af tófúinu í grisju, setjið það síðan í matvinnsluvél og bætið öllu í nema súkkulaðinu. Þeytið í tvær mínútur. Bætið þá súkkulaðinu í og þeytið þar til blandan er orðin silkikennd.

Hellið í skál eða í glös. Skreytið með súkkulaðispónum eða bræddu súkkulaði og jarðarberi. Berið fram.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

HOLL OG FLJÓTLEG SÚKKULAÐIMÚS

☀️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.