Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Súkkulaðimús, holl og fljótleg. EGGJALAUS EFTIRRÉTTUR GRAND MARNIER EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI JAMIE OLIVER
Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Hugmyndin að þessum eftirrétti kom þegar ég horfði á þátt með Jamie Oliver. Stundum gengur svo mikið á hjá honum í eldhúsinu og það liggur við að maður finni fyrir sjóriðu… Annars er ég nokkuð ánægður með Jamie Oliver, hann er farinn að tala fyrir grænmetisfæði hvetur fólk til að borða meira grænmeti.

Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

☀️

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

200 g dökkt gott súkkulaði

700 g silkitófú

2 msk hlynsíróp eða gott hunang

börkur af eini sítrónu + smá safi

1 msk vanillusykur

1 msk Grand Marnier

pínulítið af chili

1/3 tsk salt

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Kreistið mesta vökvann af tófúinu í grisju, setjið það síðan í matvinnsluvél og bætið öllu í nema súkkulaðinu. Þeytið í tvær mínútur. Bætið þá súkkulaðinu í og þeytið þar til blandan er orðin silkikennd.

Hellið í skál eða í glös. Skreytið með súkkulaðispónum eða bræddu súkkulaði og jarðarberi. Berið fram.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

HOLL OG FLJÓTLEG SÚKKULAÐIMÚS

☀️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.

Coq au vin – hani í víni

coq au vin

Coq au vin – hani í víni er dæmigerður franskur sveitamatur og talinn ævaforn í ýmsum myndum. Gaman er að glíma við rétti sem eru vel þekktir í sínu heimalandi - uppskriftir að þeim eru trúlega jafnmargar og heimilin, svo að varla er hægt að benda á eina uppskrift og fullyrða að þar sé „originallinn“ kominn. Þetta er svo sem ekki mikil glíma, reyndar alls ekki eins flókið og ætla mætti, en rauðvín, sveppir og beikon eru ómissandi. Ef maður vill láta gesti stynja af ánægju, er þessi réttur eiginlega alveg pottþéttur.