Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat SALAT
Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat

Salat sem er svo gott að það er hægt að borða það eintómt með skeið. Eftir að hráefnum er blandað saman þarf það að „taka sig” í nokkra klukkutíma eða yfir nótt í ísskáp.

.

SURIMISALÖTOSTASALÖT

.

Surimi
Surimi- og ostasalat

Surimi- og ostasalat

2 1/2 dl majónes
2 1/2 dl grísk jógúrt
1 piparostur
1 jalapenóostur/mexíkóostur
2 dl blaðlaukur, saxaður
1/2 rauðlaukur, saxaður
1/2 paprika, söxuð
1 mangó
1-2 lárperur, avókadó, söxuð gróft
1-2 bollar vínber, skorin í tvennt
250 g surimi

Blandið öllu saman og geymið í ísskáp yfir nótt.

Surimi- og ostasalat

.

SURIMISALÖTOSTASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fyrir ári síðan opnaði Fríða Gylfadóttir súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Fríða gaf uppskrift fyrr á þessu ári. Við heimsóttum hana og urðum gjörsamlega orðlausir - þarna er allt til fyrirmyndar, gæða hráefni og allt vandað og nostrað við. Mjög fallegt kaffihús og greinilegt á öllu að þarna er listakona á ferð. Staðurinn er jafnmikið listaverk og súkkulaðið. Í öllum bænum komið við hjá Fríðu á Siglufirði.

Kókoshnetusmjörterta

terta

Kókoshnetusmjörterta. Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.