Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús, sérrý, makkarónur, kata Kolbeins, eftirréttur, dessert ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS HVÍTT SÚKKULAÐI makkarónueftirréttur desert
Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur – dömur sem luma á ljúfmetisuppskriftum. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, Kata er ein þessara vinkvenna, eins og áður tók hún vel í að gefa uppskrift.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNUR

.

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

ca 35 makkarónukökur

2 dl sérrý (ég notaði Sandeman Rich Golden)

Súkkulaðimús

4 egg

100 g sykur

1/2 l rjómi

300 g gott hvítt súkkulaði (ég notaði Saveurs&Nature)

50 g smjör

Vætið makkarónur í sérrýi og raðið í skálar.

Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði

Þeytið vel saman egg og sykur

Stífþeytið rjóma en takið svolítið frá til að skreyta með.

Hellið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og bætið loks rjómanum saman við. Setjið yfir makkarónurnar. Setjið rjóma efst og skreytið með koktelberjum.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNURJÓLIN

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.