Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús, sérrý, makkarónur, kata Kolbeins, eftirréttur, dessert ÞÓRA KATRÍN KOLBEINS HVÍTT SÚKKULAÐI makkarónueftirréttur desert
Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur – dömur sem luma á ljúfmetisuppskriftum. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, Kata er ein þessara vinkvenna, eins og áður tók hún vel í að gefa uppskrift.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNUR

.

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

ca 35 makkarónukökur

2 dl sérrý (ég notaði Sandeman Rich Golden)

Súkkulaðimús

4 egg

100 g sykur

1/2 l rjómi

300 g gott hvítt súkkulaði (ég notaði Saveurs&Nature)

50 g smjör

Vætið makkarónur í sérrýi og raðið í skálar.

Bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði

Þeytið vel saman egg og sykur

Stífþeytið rjóma en takið svolítið frá til að skreyta með.

Hellið súkkulaðinu saman við eggjablönduna og bætið loks rjómanum saman við. Setjið yfir makkarónurnar. Setjið rjóma efst og skreytið með koktelberjum.

KATA KOLBEINSEFTIRRÉTTIR — HVÍTT SÚKKULAÐIMAKKARÓNURJÓLIN

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu – Framúrskarandi veitingastaður

MatBar á Hverfisgötu - Framúrskarandi veitingastaður. Afslöppuð og heimilisleg upplifun, smart hönnun, framúrskarandi matur og persónuleg þjónusta.

Hverfisgatan er óðum að breytast í flottustu veitingahúsagötuna í Reykjavík. Má þar nefna Essensia, Michelin-staðinn Dill og Geira Smart. Nýjasti staðurinn er MAT BAR, sem sómir sér vel með stóru systrum sínum við götuna.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Mangó- og kasjúhnetubúðingur – silkimjúkur, hollur og ferskur

Mangó- og kasjúhnetubúðingur. Ef þið eruð að leita að einföldum, hollum og fljótlegum eftirréttir sem ekki er hægt að klúðra er svarið hér. Held það sé bara ekki hægt að klúðra þessum eftirrétti. Silkimjúkur, ferskur og hollur. Það má eflaust frysta hann og gera þannig ís. Margrét Jónsdóttir Njarðvík útbú þennan góða eftirrétt þegar hún hélt mjög skemmtilegt matarboð á dögunum