Auglýsing
Rúsínukökur viðar gunnarsson siglufjörður smákökur jólasmákökur kökur jólin jólabakstur halldór smárason sætabrauðsdrengirnir kökublað vikunnar vikan SMÁKÖKUR jólabakstur jólasmákökur smákökubakstur
Rúsínukökurnar góðu

Rúsínusmákökur

Viðar Gunnarsson kom með þessar dásamlegu smákökur þegar Sætabrauðsdrengirnir slóu upp kaffiboði fyrir Kökublað Vikunnar „Þessi uppskrift hefur verið bökuð í fjölskyldunni hjá okkur um árabil og er þessi uppskrift komin til okkar frá Siglufirði.”

— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSMÁKÖKURJÓLINSIGLUFJÖRÐUR

.

Rúsínusmákökur

1 bolli rúsínur, smáttsaxaðar

2 bollar haframjöl

2 bollar hveiti

2 bollar sykur (tæplega)

175 gr smjör, lint

2 egg, stór

1/2 tsk salt

1 tsk natrón

1 tsk lyftiduft

Setjið þurrefnin fyrst í skálina og hrærið saman. Bætið síðan eggjum og smjöri saman við og hnoðið saman. Búnar til góðar pylsur og geymt í ískáp í tvo til þrjá tíma eða yfir nótt.
Skerið pylsur síðan niður í sneiðar og kökurnar settar á bökunarplötu og þrýst aðeins með bökunarspaða ofan á og bakið við 200°C í 4- 9 mín (fer eftir ofnum). Úr uppskriftinni fást ca. 100 stk.

.

Viðar, Bergþór, Hlöðver, Halldór og Gissur Páll

🎄

— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSMÁKÖKURJÓLINSIGLUFJÖRÐUR

— RÚSÍNUKÖKUR —

🎄

Auglýsing