Rúsínukökur

Rúsínusmákökur

Viðar Gunnarsson kom með þessar dásamlegu smákökur þegar Sætabrauðsdrengirnir slóu upp kaffiboði fyrir Kökublað Vikunnar „Þessi uppskrift hefur verið bökuð í fjölskyldunni hjá okkur um árabil og er þessi uppskrift komin til okkar frá Siglufirði.”

— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSMÁKÖKURJÓLINSIGLUFJÖRÐUR

.

Rúsínusmákökur

1 bolli rúsínur, smáttsaxaðar
2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
2 bollar sykur (tæplega)
175 gr smjör, lint
2 egg, stór
1/2 tsk salt
1 tsk natrón
1 tsk lyftiduft.

Setjið þurrefnin fyrst í skálina og hrærið saman. Bætið síðan eggjum og smjöri saman við og hnoðið saman. Búnar til góðar pylsur og geymt í ískáp í tvo til þrjá tíma eða yfir nótt.

Skerið pylsur síðan niður í sneiðar og kökurnar settar á bökunarplötu og þrýst aðeins með bökunarspaða ofan á og bakið við 200°C í 4- 9 mín (fer eftir ofnum). Úr uppskriftinni fást ca. 100 stk.

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Enskar scones/skonsur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Enskar scones/skonsur. Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.