Rjómasósa með flamberuðum sveppum
Í sumarvinnunni minni var gestum oft boðið upp á nýveiddan silung eða hægeldaðan lambahrygg með rjómasveppasósu. Með lambinu voru sykurbrúnaðar kartöflur og rabarbarasulta sem ferðamennirnir fengu að vita að þetta væri gömul hefð á Íslandi.
Það er kveikt í koníakinu til að losna við áfengið úr víninu, já ég veit: Illa farið með gott vín… Það þarf að fara varlega þegar sveppir eru flamberaðir. Sveppir eru steiktir á vel heitri pönnu, koníaki hellt yfir og loks kveikt í. Æfingin skapar meistarann, best er að byrja með mjög lítið af koníaki og smá auka það.
— LAMBAHRYGGUR — SVEPPIR — SÓSUR — KONÍAK —
.
Sveppasósa
1 askja sveppir, skornir í bita
2 msk góð olía eða smjör
2-3 msk koníak
1/2 l rjómi
1 askja smurostur með svörtum pipar
1 msk hunang
kjötkraftur
smá sósulitur
salt ef þarf
Hitið olíuna á pönnu og steikið sveppina, hellið koníaki yfir og kveikið í. Bætið við rjóma, smurosti, hunangi, kjötkrafti, sósulit og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur og smakkið til.
Sósuna má þykkja með maisenamjöli ef ykkur finnst hún of þunn.
.
— LAMBAHRYGGUR — SVEPPIR — SÓSUR — KONÍAK —
.