Rjómasveppasósa með flamberuðum sveppum – svakalega góð

Rjómasósa með flamberuðum sveppum

Í sumarvinnunni minni var gestum oft boðið upp á nýveiddan silung eða hægeldaðan lambahrygg með rjómasveppasósu. Með lambinu voru sykurbrúnaðar kartöflur og rabarbarasulta sem ferðamennirnir fengu að vita að þetta væri gömul hefð á Íslandi.

Það er kveikt í koníakinu til að losna við áfengið úr víninu, já ég veit: Illa farið með gott vín… Það þarf að fara varlega þegar sveppir eru flamberaðir. Sveppir eru steiktir á vel heitri pönnu, koníaki hellt yfir og loks kveikt í. Æfingin skapar meistarann, best er að byrja með mjög lítið af koníaki og smá auka það.

LAMBAHRYGGURSVEPPIRSÓSURKONÍAK

.

Sveppasósa

1 askja sveppir, skornir í bita
2 msk góð olía eða smjör
2-3 msk koníak
1/2 l rjómi
1 askja smurostur með svörtum pipar
1 msk hunang
kjötkraftur
smá sósulitur
salt ef þarf

Hitið olíuna á pönnu og steikið sveppina, hellið koníaki yfir og kveikið í. Bætið við rjóma, smurosti, hunangi, kjötkrafti, sósulit og salti. Sjóðið í nokkrar mínútur og smakkið til.

Sósuna má þykkja með maisenamjöli ef ykkur finnst hún of þunn.

.

LAMBAHRYGGURSVEPPIRSÓSURKONÍAK

— RJÓMASVEPPASÓSAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi