Lambahryggur – hryggsúlan höggvin frá fyrir steikingu
Það er mun þægilegra að skera niður steiktan lambahrygg ef hryggsúlan er höggvin frá fyrir matreiðslu. Eftir verður hryggvöðvinn og rifbeinin undir. Þegar hryggurinn hefur verið eldaður er auðvelt að skera niður kjötið með því að fara milli rifja. Fara verður varlega, mjög varlega en munið að æfingin skapar meistarann.
— LAMB — BERNAISE — SULTA — SYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLUR — LAMBAHRYGGUR —
A. Skerið niður með beininu sitt hvoru megin og lítið eitt undir vöðvann (efsta mynd)
B. Snúið hryggnum við og losið lundirnar lítið eitt frá með sömu aðferð og filleið
C. Höggvið niður með hryggsúlunni sitt hvoru megin.
D. Hér er hryggurinn tilbúinn til matreiðslu. Kryddaður með Dijon, salti, pipar og timiani.
.
— LAMBAHRYGGUR – HRYGGSÚLAN HÖGGVIN FRÁ —
.