Lambahryggur – hryggsúlan höggvin frá fyrir steikingu

Lambahryggur – hryggsúlan höggvin frá fyrir steikingu

Það er mun þægilegra að skera niður steiktan lambahrygg ef hryggsúlan er höggvin frá fyrir matreiðslu. Eftir verður hryggvöðvinn og rifbeinin undir. Þegar hryggurinn hefur verið eldaður er auðvelt að skera niður kjötið með því að fara milli rifja. Fara verður varlega, mjög varlega en munið að æfingin skapar meistarann.

LAMBBERNAISESULTASYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLURLAMBAHRYGGUR

A. Skerið niður með beininu sitt hvoru megin og lítið eitt undir vöðvann (efsta mynd)

B. Snúið hryggnum við og losið lundirnar lítið eitt frá með sömu aðferð og filleið

C. Höggvið niður með hryggsúlunni sitt hvoru megin.

D. Hér er hryggurinn tilbúinn til matreiðslu. Kryddaður með Dijon, salti, pipar og timiani.

.

— LAMBAHRYGGUR – HRYGGSÚLAN HÖGGVIN FRÁ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ferskur grænn drykkur

Grænn drykkur IMG_3194

Ferskur grænn drykkur. Það er frískandi og hollt að drekka nýpressaðan safa úr grænmeti og ávöxtum. Það er nú ekki alveg hægt að segja að það sé regla á þessu hjá okkur. Svona við og við fáum við okkur grænan drykk. Engir tveir drykkir eru þó eins en oftast er vel af engiferi.

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð - allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns.