Lambahryggur – hryggsúlan höggvin frá fyrir steikingu

Lambahryggur – hryggsúlan höggvin frá fyrir steikingu

Það er mun þægilegra að skera niður steiktan lambahrygg ef hryggsúlan er höggvin frá fyrir matreiðslu. Eftir verður hryggvöðvinn og rifbeinin undir. Þegar hryggurinn hefur verið eldaður er auðvelt að skera niður kjötið með því að fara milli rifja. Fara verður varlega, mjög varlega en munið að æfingin skapar meistarann.

LAMBBERNAISESULTASYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLURLAMBAHRYGGUR

A. Skerið niður með beininu sitt hvoru megin og lítið eitt undir vöðvann (efsta mynd)

B. Snúið hryggnum við og losið lundirnar lítið eitt frá með sömu aðferð og filleið

C. Höggvið niður með hryggsúlunni sitt hvoru megin.

D. Hér er hryggurinn tilbúinn til matreiðslu. Kryddaður með Dijon, salti, pipar og timiani.

.

— LAMBAHRYGGUR – HRYGGSÚLAN HÖGGVIN FRÁ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur

Konfektkökur. Besta smákakan 2014. Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni.

Vanillu extrakt

Vanillu extract ætti að vera til á öllum heimilum. Vanillusykur og vanilludroparnir gömlu góðu komast ekki í hálfkvist við vanillu extract. Þetta er frekar þægilegt að útbúa og kjörið að setja í litlar flöskur og gefa í tækifærisgjafir.