
Graflaxsósa Þuríðar Sigurðar
Þuríður Sigurðardóttir söngkona bauð til heljarmikillar veislu. Graflaxinn þótti með eindæmum góður og sósan með honum alveg sérlega bragðgóð. Einföld, fljótleg og góð sósa.
— GRAFLAX — ÞURÍÐUR SIGURÐAR — LAX —
.
Graflaxsósa
150 ml mæjónes
100 ml sýrður rjómi
1 msk Dijon sinnep
1 msk SS sinnep
1 msk hunang
1 msk dill
1 tsk púðursykur
salt og pipar
sósulitur í dropatali
Sósan er löguð daginn áður en hún er notuð. Rétt áður en sósan er borin fram er hún bragðbætt með þeyttum rjóma. Skreytið með fersku dilli.

— GRAFLAX — ÞURÍÐUR SIGURÐAR — LAX —
.