Orkustykki – Lífstíll Sólveigar

Á síðunni Lífstíll Sólveigar eru þessi girnilegu orkustykki

Orkustykki
1 bolli möndlur
1 bolli kasjúhnetur
1⁄4 bolli graskersfræ
1⁄4 bolli sólblómafræ
1⁄4 bolli hörfræ
1⁄4 bolli trönuber
1⁄2 bolli kókosflögur
1⁄4 bolli kókosolia
1⁄2 bolli hunang
1 tsk. vanilludropar eða púður
1 tsk. gott salt

Granóla Bar
Setjið möndlur, kasjúhnetur og kókos í matvinnsluvél bara hræra nokkra hringi. Setjið í skál.
Blandið saman kókosoliu, hunangi og vanilludropum/púðri og hitið smá í örbylgju. Blandist í skálina.
Síðan allt hitt sett út í hrært vel saman og sett á ofnplötu með bökunarpappír undir. Flatt vel út og bakað í 20-25 min á 180 gráðum. Tekið úr ofninum og látið kólna í um 20 min.
Eftir það er þetta skorið/brotið í stykki eða mulið sem morgunkorn.
Það þarf að passa vel upp á þessa bökun því ekki gott of bakað og fer eftir ofnum hvað langan tíma tekur að baka.
Ef að maður vill bræða dökkt súkkulaði yfir bara dásemd og strá yfir kokosflögum

Af síðunni Lífstíll Sólveigar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani. Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

SaveSave

SaveSaveSaveSave