Skúffukaka sem klikkar aldrei

súkkulaðikaka súkkulaðiterta Skúffukaka sem klikkar aldrei Dagný Reykjalín Akureyri grísk jógúrt
Skúffukaka sem klikkar aldrei

Skúffukaka sem klikkar aldrei

Dagný Reykjalín hjá Blekhönnun á Akureyri hannaði og útbjó nýja heimasíðu fyrir mig. Það má segja að hún sé með augu á hverjum fingri þegar kemur að heimasíðum og öðru tengdu netinu. Eins og gengur í nútímanum þá fóru samskipti okkar að mestu fram í gegnum tölvuna og símann. Um helgina bauð Dagný í kaffi og skúffuköku sem fjölskyldan bakar reglulega og er búin að þróa og betrumbæta. Rakel fjögurra ára dóttir Dagnýjar aðstoðaði við að skreyta tertuna og var hin ræðnasta ásamt bræðrum sínum sem tóku myndir 🙂  Skúffukakan er hreinasta lostæti, held bara sú besta sem ég hef smakkað.

.

AKUREYRISÚKKULAÐITERTURBAKAÐ MEÐ BÖRNUMVÖFFLURSKÚFFUKÖKUR

.

Skúffukaka sem klikkar aldrei Dagný Reykjalín Akureyri
Albert, Rakel og Dagný við skúffukökuna góðu

Skúffukaka sem klikkar aldrei

1,5 dl matarolía (ólífuolía eða önnur góð, nota aldrei smjörlíki og finnst olían betri en smjör)
2 egg (við stofuhita, ágætt að ylja í volgu vatni í smá stund)
3,5 dl sykur

4,5 dl hveiti (Kornax í bláu pokunum helst)
1 tsk natron
1 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk salt
1 dl bökunar kakó (nota Cadbury’s), sigtað
3 tsk vanillusykur eða 2 tsk vanilludropar
2-2,5 dl grísk jógúrt, karamellujógúrt eða ab mjólk
1,5-2 dl vatn

Olía og sykur þeytt saman og eggjum bætt í og hrært vel á milli, þeytt vel saman.
Rest bætt við og hrært saman í smá stund. Deigið á að vera frekar þunnt og fullt af loftbólum 🙂

Stundum set ég saxað rjómasúkkulaði í deigið eða smá kanil til hátíðarbrigða 🙂

Bakað í skúffukökuformi neðst í ofni við 180-200 gráður í 20-30 min (hiti og tími fer eftir ofnum, þegar kakan hefur alveg risið og prjónn kemur hreinn út þá er hún tilbúin). Kakan á myndinni er bökuð í formi sem er 23x33cm að innanmál.

Krem:

ca 100gr smjör, við stofuhita eða mýkt örlitla stund í örbylgju, passa að það bráðni ekki, ágætt að þeyta það með píski til að losna við kekki
4-5 dl flórsykur, fer svolítið eftir smjörmagninu (og magni af kremi sem maður vill), ég slumpa yfirleitt á þetta.
2-3 msk kakó, sigtað, má vera minna eða meira
3 tsk vanillusykur
1-2 msk vatn, mjólk eða kaffi til að þynna og mýkja

Kreminu er smurt á kökuna þegar hún hefur kólnað vel, má samt vera pínu volg, þá bráðnar kremið svo dásamlega niður í kökuna 😉

kókosmjöli dreift yfir og nammi eða ávöxtum.

Skúffukaka sem klikkar aldrei
Skúffukaka sem klikkar aldrei Dagný Reykjalín Akureyri
Skúffukaka sem klikkar aldrei

.

AKUREYRISÚKKULAÐITERTURBAKAÐ MEÐ BÖRNUMVÖFFLURSKÚFFUKÖKUR

— SKÚFFUKAKAN GÓÐA —

💖
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.