Hótel Glymur í Hvalfirði

Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Hlýlegt og fallegt á Hótel Glym í Hvalfirði

Hótel Glymur í Hvalfirði

Það tekur ekki nema klukkutíma að keyra á Hótel Glym úr borginni – í algjöra kyrrð, sveitasælu og þægindi. Margrét Rósa hótelstjóri þar gerir það ekki endasleppt. Hún stóð vaktina í mörg ár Iðnó af stakri prýði. Magga Rósa hefur mörg járn í eldinum, eitt af þeim er Þjónaskólinn. Hugmyndin að taka við Hótel Glym kviknaði þegar fyrri eigandi vildi fá hana sem hótelstjóra. En hún þurfti að hugsa sig um sem endaði með því að kaupa hótelið.

— HÓTEL GLYMUR — MARGRÉT RÓSA — HVALFJÖRÐUR

.

Margrét Rósa og Albert

Glymur er tilvalið fyrir ráðstefnur, árshátíðir og fundi. Tekið er á móti ferðamönnum í hópum í hádegismat og kvöldmat. Kaffihúsið er alltaf opið með léttum hádegismat, kaffimeðlæti og brunch frá páskum um helgar.

Fyrir ofan afgreiðsluna er einstaklega notalegt pláss með góðum sófum, bókahillum og ýmsum hlýlegum munum, sem eru reyndar um allt hótel.

brauðbollur, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Við fengum fyrst heimabakaðar brauðbollur, alveg sérlega bragðgóðar og mjúkar. Með þessu var hrært smjör og gróft salt.

 

nautacarpaccio, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Lungamjúkt nautacarpaccio með furuhnetum, bragðmiklum piparrótarrjóma og parmesan yfir.

 

Reykt laxatartar, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Reykt laxatartar með hunangssósu á Toast Melba. Einstaklega bragðgóður réttur og fersk hunangssósan minnti okkur á að vorið er á næsta leiti.

 

Sveppasúpa, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Sveppasúpa með margbreytilegu sveppabragði eða brögðum. Vel heit, þykk og matarmikil súpa.

 

Léttsaltaður þorskhnakki, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Léttsaltaður þorskhnakki, sem var afskaplega safaríkur og mátulega eldaður, með döðlumauki, kartöflumús og grænmeti.

 

lambakótilettur, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Ofnsteiktar silkimjúkar lambakótilettur með grænmetisrjóma og steiktum kartöflubátum.

 

Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Rjómaís með franskri súkkulaðitertu og karamellusósu

 

Döðluterta með jarðarberjum, rjóma og súkkulaði, Hótel Glymur, Hvalfjörður, Margrét Rósa, Magga Rósa
Döðluterta með jarðarberjum, rjóma og súkkulaði

Hallgrímsstofa, Eyjólfsstofa og Guðríðarstofa eru geggjaðar svítur á Hótel Glym

Norðurljós, það er hægt að láta vekja sig til að sjá þau.

— HÓTEL GLYMUR — MARGRÉT RÓSA — HVALFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.