Baunasúpa

0
Baunir súpa baunasúpa gular beikon rófur gulrætur sprengidagur
Auglýsing
Baunir súpa baunasúpa gular beikon rófur gulrætur sprengidagur gular baunir Leitarorð:Sprengidagur
Saltkjöt og baunir
Baunakássa
Saltað lambakjöt
Hefðir á sprengidegi
Uppskrift að saltkjöti og baunum
Baunir í bleyti
Matarmenning á Íslandi
Íslenskar matarhefðir
Fastan í kristni
Þorramatur vs. sprengidagsmatur
Grænmetisútgáfa af saltkjöti og baunum
Hvað er sprengidagur?
Af hverju borðum við saltkjöt og baunir á sprengidaginn?
Saga sprengidagsins á Íslandi
Hvernig býr maður til baunakássu?
Hvað á að borða á sprengidaginn?
Hversu lengi þarf að leggja baunir í bleyti?
Er hægt að gera grænmetisútgáfu af saltkjöti og baunum?
Hvernig er sprengidagur haldinn í öðrum löndum?
Hvaðan kemur frasinn „Saltkjöt og baunir, túkall?
Saltkjöt og baunir
Baunasúpa

Baunasúpa

Sjálfum finnst mér þægilegast að notast við moðsuðu á baunasúpa. Þá er allt sett í pottinn, suðan látin koma upp og síðan er slökkt undir og potturinn einangraður með handklæðum og svuntum og látinn standa þannig í nokkra klukkutíma. Sama aðferð og ég nota við hrísgrjónagrautinn.

Ekki fara af taugum þó þið gleymið að leggja baunirnar í bleyti, þess þarf ekkert endilega en það styttir suðutímann.

Auglýsing

.

—  SÚPUR — BAUNIRSALTKJÖTOGBAUNIRTÚKALLBAUNASÚPUR

.

Baunasúpa

500 g gular baunir
1 dl blaðlaukur
5-6 gulrætur
1 gulrófa
1/2 chili
1/2 tsk timían
3-4 sneiðar beikon
ca 2 l. vatn
salt og pipar

Skolið baunirnar og setjið í pott. Skerið niður blaðlauk, gulrætur, rófur og chili og bætið saman við ásamt beikoni og timían. Hellið vatni yfir svo fljóti vel yfir. Látið suðuna koma upp, fleytið sorann (froðuna) ofan af. Slökkvið undir og setjið svuntur og handklæði yfir pottinn. Látið standa í 2-3 klst. Salti og piprið ef þarf og bætið við vatni ef þarf.

Sprengidagur

Sprengidagur, sem alltaf ber upp á þriðjudegi fyrir öskudag, er síðasti dagurinn fyrir föstuna samkvæmt kaþólskri hefð. Nafnið vísar til þess að fólk átti að borða vel og „springa“ áður en fastan hófst. Íslendingar hafa haldið í þá hefð að borða saltkjöt og baunir þennan dag, en upprunalega var þetta matur alþýðunnar sem síðar varð að föstum hluta sprengidagsins.

Hefðbundin útgáfa af réttinum er saltkjöt – oft lambakjöt en stundum svínakjöt – sem soðið er með gulrófum og kartöflum og borið fram með gulum baunum, sem hafa verið lagðar í bleyti og síðan soðnar. Sumir bæta við rótargrænmeti eða setja sinnep og edik á baunirnar. Á síðari árum hefur einnig komið fram léttari útgáfa með minna söltuðu kjöti eða jafnvel grænmetisútgáfur þar sem reykt grænmeti eða sveppir eru notaðir til að líkja eftir bragðinu.

.

—  SÚPUR — BAUNIRSALTKJÖTOGBAUNIRTÚKALLBAUNASÚPUR

— BAUNASÚPA —

.

Fyrri færslaSaltkjöt og baunir, túkall
Næsta færslaSLUMMA – tertan góða með ólystuga nafninu