Baunasúpa
Sjálfum finnst mér þægilegast að notast við moðsuðu á baunasúpa. Þá er allt sett í pottinn, suðan látin koma upp og síðan er slökkt undir og potturinn einangraður með handklæðum og svuntum og látinn standa þannig í nokkra klukkutíma. Sama aðferð og ég nota við hrísgrjónagrautinn.
Ekki fara af taugum þó þið gleymið að leggja baunirnar í bleyti, þess þarf ekkert endilega en það styttir suðutímann.
.
— SÚPUR — BAUNIR — SALTKJÖTOGBAUNIRTÚKALL — BAUNASÚPUR —
.
Baunasúpa
500 g gular baunir
1 dl blaðlaukur
5-6 gulrætur
1 gulrófa
1/2 chili
1/2 tsk timían
3-4 sneiðar beikon
ca 2 l. vatn
salt og pipar
Skolið baunirnar og setjið í pott. Skerið niður blaðlauk, gulrætur, rófur og chili og bætið saman við ásamt beikoni og timían. Hellið vatni yfir svo fljóti vel yfir. Látið suðuna koma upp, fleytið sorann (froðuna) ofan af. Slökkvið undir og setjið svuntur og handklæði yfir pottinn. Látið standa í 2-3 klst. Salti og piprið ef þarf og bætið við vatni ef þarf.
.
— SÚPUR — BAUNIR — SALTKJÖTOGBAUNIRTÚKALL — BAUNASÚPUR —
.