Stórglæsileg kaffiveisla hjá kvenfélagskonum á norðanverðum Vestfjörðum
Ég þreytist seint á að dásama starf kvenfélaga um landið. Samfélagsbætandi félagsksapur og um leið uppbyggjandi á margvíslegan hátt. Við Bergþór hittum kvenfélagskonur á sameiginlegum fundi kvenfélagskvenna á norðanverðum Vestfjörðum. Þær komu með eitt og annað gómsætt á kaffihlaðborð á fundinn sem haldinn var í félagsheimilinu á Suðureyri. Í stuttu máli: ég bara elska kvenfélagsfundi og kaffimeðlætið 🙂
— SUÐUREYRI — KVENFÉLÖG — TERTUR —
.
Jarðaberjaskyrterta með kókosbollum
Botn
1 ½ pakki af Lu Bastogne kexi
100 gr smör brætt
Myljið kexið og hellið smjörinu út í, setjið í form og svo í ísskáp.
1 stór dolla af jarðarberjaskyri
½ líter rjómi
3 kókosbollur
Þeytið rjóman og blandið skyrinu saman við og kremjið kókosbollurnar í skyrblöndunni með sleikju.
Setjið ofan á botninn og geymið í ísskáp í allavega 1 klukkutíma.
Þegar kakan er skreytt eru sett jarðarber, bláber, kókosbolla og bræddu súkkulaði hellt ofaná.
Daimkaka
Hráefni:
3 eggjahvítur
2 dl sykur
1 dl saxaðar salthnetur
Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman, bætið hnetunum út í að lokum. Bakið í tveim formum við 150°C í ca 40 mín.
Kaffikrem:
½ l. rjómi
3 eggjarauður
100 g sykur
3 bl matarlím
1 dl kaffi uppáhelt
4-5 lítil Daim brytjuð smátt
Aðferð:
Þeytið rjómann.
Þeytið sykur og eggjarauður saman.
Bræðið matarlím í heitu kaffinu.
Blandið öllu blandað varlega saman og setjið á milli botnanna og ofan á. Frystið
Takið út ca 1 klst fyrir notkun
Best að hafa smá frost í kökunni þegar hún er borðuð.
Heimsins besta rúlluterta (Stína) -rúllutertumarengs
6 eggjahvítur
3 dl sykur
1 pk Royal vanilubúðingur
100 g möndluflögur
Þeytið vel hvítur og sykur, bætið Royalbúðingi saman við. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu,stráið möndlum yfir og bakið við 180° í 20 mín.
Hvolfið á bökunarpappír og látið kólna.
Veislukaka Helgu
4 egg
140 g sykur
85 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
100-150 g saxað súkkulaði
100-150 g kókosmjöl
Vanilla
Þeytið egg og sykur vel saman. Sigtið hveiti saman við og þar á eftir súkkulaði, kókos og vanillu. Bakið í tveimur formum í 15 mín við 180°C
Á milli: Þeyttur rjómi með söxuðu Daim
yfir: 1 Mars súkkulaði og rjómasletta brætt í potti og dreift yfir kökuna
Appelsínukaka með glassúr
3 egg
200 g smjör
200 g sykur
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
Rifið hýði af 1 appelsínu ( má geyma smá í glassúrinn)
Safi úr rúmlega 1/2 appelsinu (restin í glassúrinn)
Smjör og sykur hræri saman engin útí eitt í einu , þurrefnin bökur ög safi útí.
Bakað í 24 cm smelluformi við 175 g í 30-40 mín.
Glassúr
150 g flórsykur
Ca 1-2 msk af appelsínumarmelaði
Safi úr appelsínu ca 2 msk
Kveðja Jovina
Þorgerðarbrauð
3 b hveiti
3 b heilhveiti
7 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1/2 dl sesamfræ
1 msk hunang
1 – 1 1/2 b hafrar
1 l súrmjólk eða ab-mjólk
ögn af köldu vatni
Hrærið öllum hráefnunum vandlega saman. Deigið þarf að vera mjög þykkt og sleifin sem hrært er í með á að geta staðið upprétt í deiginu. Setjið í þrjú 20 cm brauðform
Bakið við 150°C í 45 mín. Brauðin eiga að vera gullin að ofan.
Kveðja, Þorgerður Gunnlaugsdóttir, Þingeyri
Pavlóva Jóa Fel
Ég bakaði tertuna með rjómanum og ávöxtunum hún heitir Pavlóa og er frá Jóa Fel í hana fara 8 eggjahvítur 500 gr sykur 1 og hálf tsk edik hálf tsk vanilludropar og hálf tsk salt.
Rjómakrem: 2 dl rjómi, 3 msk flórsykur hálf tsk vanilludropa ferskir ávextir eftir smekk. Þetta er bara einn botn. Takk fyrir skemtunina þið voruð yndislegir.
Kveðja, Sigrún Jóna
— SUÐUREYRI — KVENFÉLÖG — TERTUR —
.