Ferskt íslenskt pasta og kjötsósa með
Guðný Þorleifsdóttir var með íslenskt ferskt pasta ásamt öðru góðgæti í hádegisverðarboðinu. Það má vel mæla með þessu pasta, eina sem þarf að passa er að sjóða það ekki of lengi – það tekur aðeins nokkrar mínútur. –
– PASTARÉTTIR — KOLFREYJUSTAÐUR — KAJA –
.
Íslenskt pasta og kjötsósa með
250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni) eða 4-5 geirar smátt saxaðir
Steikið sveppi á djúpri pönnu, lækkið hitann og bætið hvítlauk útí.
Látið malla í 20 mín.
Takið af pönnunni.
500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí:
1 lítil dós tómatpure,
1 dós tómatar með hvítlauk,
1 matskeið basilíka,
sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur saman við.
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)
Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.
– PASTARÉTTIR — KOLFREYJUSTAÐUR — KAJA –
.