Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný s þorleifsdóttir kolfreyjustaður Fáskrúðsfjörður Þorleifsdóttir bökuð epli ofnbökuð epli
Albert og Guðný Þorleifsdóttir

Í hádegismat hjá Guðnýju Þorleifs

Guðný sveitungi minn Þorleifsdóttir frá Kolfreyjustað bretti upp ermar og bauð í hádegismat. Guðný er alveg einstaklega flink í eldhúsinu eins og hún á kyn til. Hún galdraði fram undurgóðan steiktan fisk, bauð upp á íslenskt ferskt pasta og bökuð epli í eftirrétt sem eru bæði einföld og fljótleg að útbúa.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar epli rasp raspur rjómi púðursykur, rúsínur smjör fljótlegt eftirréttur einfaldur
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar

4 epli, red delicious, flysjuð og kjarninn stunginn úr.
Velt uppúr raspi,
Setjið á eldfast mót, fyllið með rúsínum, kúfaðri teskeið af púðursykri ofaná og klípa af smjöri.
Bakað í 30 mín. 180 gráður C.
Borið fram með þeyttum rjóma

Pasta kjötsósa Kaja pasta
Pasta kjötsósa

Pasta kjötsósa

250 gr sveppir, smátt saxaðir.
3 hvítlaukar (þessir í heilu í körfunni)
Eða 4-5 lauf smátt saxað
Sveppir steiktir á djúpri pönnu,
Hiti lækkaður og hvítlauk bætt útí.
Látið malla í 20 mín.
Tekið af pönnunni.

500 gr nautahakk, brúnað vel. Þá næst útí
1 lítil dós tómatpure
1 dós tómatar með hvítlauk
1 matskeið basilíka
Sveppir og hvítlaukur.
Látið malla í 1 – 1 1/2 tíma.
Í blálokin 1 grænmetisteningur settur samanvið.

Pasta soðið eftir leiðbeiningum. Ferskt pasta er best og ég notaði íslenska pastað frá Kaju á Akranesi (það fæst í Hagkaupum og í Melabúðinni)

Borið fram, borðað með bestu lyst og fullt af rifnum parmesan.
Gjarnan hafa ofnbakaða grænmetið með

Rifin Saladblöð, skorin jarðarber og fetaostur.

Steiktir þorskhnakkar japanskt rasp parmasan ostur rótargrænmeti
Steiktir þorskhnakkar

Steiktir þorskhnakkar

1 stk þorskhnakki, skorinn í tvo hluta.
Kreistið sítrónusafa yfir fiskinn og bíðið í nokkrar mínútur. Veltið upp úr hveiti (ég nota Durum hveiti), síðan pískuðu eggi og loks
Raspblöndu, rifinn parmesan og japanskur raspur. Til helminga.
Steikið í smjöri ca. 3-4 mín, á hvorri hlið .

Meðlæti: Salatblöð frá Lambhaga.

Og ofnbakað rótargrænmetiRauðrófurHnúðkálGulræturSætar kartöflurSkorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)Maldonsalt
Ofnbakað rótargrænmeti

Og ofnbakað rótargrænmeti
Rauðrófur
Hnúðkál
Gulrætur
Sætar kartöflur
Skorið í bita, olía ( ég nóta Jamie Oliver everyday olive oil)
Maldonsalt
Bakað í 15-20 mín við 200° C.

Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar paxo
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Bökuðu eplin hennar ömmu Guðnýjar
Salat

.

ÞORSKURKOLFREYJUSTAÐURGUÐNÝ ÞORLEIFSEPLIPASTA

— Í HÁDEGISMAT HJÁ GUÐNÝJU ÞORLEIFS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Köld gúrkusúpa – botnlaus hollusta og fáar hitaeiningar

Köld gúrkusúpa. Köld gúrkusúpan er sumarleg með silkimjúkri áferð. Heitið á súpunni hljómar kannski ekkert sérstaklega vel í fyrstu - hvorki freistandi né sexý. Sjálfur var ég með efasemdir þegar hún var nefnd við mig fyrst, en trúið mér: súpan er gríðarlega góð, svalandi og frískandi. Í henni eru fáar hitaeiningar og alveg botnlaus hollusta. Á heitum sumardegi nennir enginn að stússast inni í eldhúsinu við matargerð.  Útbúið vel af súpunni því fólk á eftir að borða vel af henni á pallinum á hlýjum sumarkvöldum. Gúrkusúpuna má útbúa með góðum fyrirvara, þess vegna deginum áður.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Pavlova

Pavlova

Pavlova. Alloft er einfalt það besta og Pavlova er sérlega einföld og auðveld. Í grunninn samanstendur hún af marensbotni, þeyttum rjóma og ávöxtum. Til er fjöldinn allur af uppskriftum, en yfirleitt finnst mér alltof mikið af sykri í þeim. Það er aldrei notalegt þegar munnurinn verður loðinn af sykri. Ég prófaði mig því áfram og niðurstaðan varð þessi.

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi

Jarðarberja- og rabarbarakaka

Rabarbara- og jarðarberjakaka

Jarðarberja- og rabarbarakaka. Rabarbarinn er bestur í upphafi sumars og fram eftir sumri en sumar tegundir geta trénað eftir því sem á sumarið líður. Rabarbari og jarðarber fara afar vel saman. Svo má líka minna á þetta rabarbarapæ sem fer að teljast klassískt ;)