Skemmtileg matarferð til Búdapest

Búdapest ungverjaland sælkeraferð Þórólfur Ingi,, Þór Gils, Albert, Þórlaug, Stefán, Brynhildur, Ólafur Guðni, Björn Bragi, Þóra Lilja, Jónína, Hlöðver og Halldóra á Gerbeaud kaffihúsinu matarferð heimsferðir
Sælkerar á gönguferð um Búdapest

Matarferð til Búdapest

Fátt er skemmtilegra en upplifa borgir og lönd í gegnum ólíkan mat með góðu fólki. Á vegum Heimsferða vorum við í Búdapest um páskana með dásamlegum hópi fólks sem tók hraustlega til matar síns á hverjum degi og naut samverunnar á fallegum vordögum í þessari einstöku borg.

BÚDAPESTMATARBORGIR

.

Alltaf tími fyrir ís. Á Gelarto Rosa eru handgerðar rósir fyrir hvern gest. Ísinn þar er bæði fallegur og góður

Þórólfur Ingi Þórsson og Þór Gils Helgason. Ólafur Guðni Bjarnason og Brynhildur Hauksdóttir. Þórlaug Jónsdóttir og Stefán Svavarsson. Finnur Guðmundsson og Petrína Kristjana Ólafsdóttir. Björn Bragi Sverrisson og Þóra Lilja Reynisdóttir. Jónína Jónsdóttir og Hlöðver Jóhannsson Gerbeaud

Að aflokinni sælkeragönguferð á páskadag, settumst við niður á afar fallegu kaffihúsi. Drukkum þar kaffi og fengum gott meðlæti með. Í lokin fengu allir lítið páskaegg og svo voru málshættirnir lesnir upp og bætt aftan við þá: …í rúminu

Gerbeaud Halldóra Eiríksdóttir
Þórólfur Ingi, Þór Gils, Albert, Þórlaug, Stefán, Brynhildur, Ólafur Guðni, Björn Bragi, Þóra Lilja, Jónína, Hlöðver og Halldóra á Gerbeaud kaffihúsinu
Brynhildur, Þórlaug, Halldóra, Albert, Jónína og Þóra Lilja

— SKEMMTILEG MATARFERÐ TIL BÚDAPEST —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.