Gjörið þið svo vel, maturinn er til!
Smáatriðin skipta líka máli og gott að minna sig á þau reglulega, eins og að mæta á réttum tíma og ræða ekki um eldfim málefni í matarboði. Þegar húsráðandi býður gestum að setjast til borðs er sjálfsögð kurteisi að (standa upp og) setjast strax við matarborðið. Jafnvel þó einhver sé í miðri spennandi frásögn. Við látum hvorki matinn né húsráðendur bíða eftir okkur. Það sama á við með heimilsmatinn, um leið og sá sem eldar kallar að maturinn sé til látum við ekki bíða eftir okkur.
🍴
— BORÐSIÐIR OG KURTEISI — MATARBOÐ —
🍴