Glútenlausar brownies – bakaðar í ofni eða á grillinu

Glútenlausar brownies - bakaðar í ofni eða á grillinu möndluhveiti kaka á grillinu kókoshveiti sætar kartöflur glúteinfrítt kaffimeðlæti Kjartan Örn
Glútenlausar brownies

Glútenlausar brownies

Fólk sem er með glútenóþol er á höttunum eftir einhverju góðu með kaffinu. Þessar brownies má hvort sem er baka í ofni eða á grilliinu.

GLÚTENLAUSTKAFFIMEÐLÆTIGRILLBROWNIES

.

 sætar kartöflur egg kókosolía kanill hunang kókoshveiti dökkt kakóduft sykurlaust lyftiduft möndluhveiti
Glútenlausar brownies

Glútenlausar brownies

600 g sætar kartöflur

4 egg

200 g kókosolía

1 tsk kanill

8 msk hunang

2 msk kókoshveiti

5 msk dökkt kakóduft (sykurlaust)

2 tsk lyftiduft

1 msk möndluhveiti

Hitið ofn í 180°C (við settum hana á grillið). Skrælið sætu kartöflurnar og rífið í matvinnsluvél. Bræðið kókosolíuna í potti og hrærið egg, hunang, kókosolíu og kanil vel saman við kartöflurnar. Síðast er blandað saman við kakói, lyftidufti, kókos- og möndluhveiti. Má baka í formi með bökunarpappír í 25 mín. Ef grillað, notið grillálbakka, sléttið botninn og notið bökunarpappír. Setjið annan bakka undir á hvolf, svo að brenni ekki við og hafið hitann hófstilltan.

GLÚTENLAUSTKAFFIMEÐLÆTIGRILLBROWNIES

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ljós – 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017

Ljós - 3.sæti í Smákökusamkeppni Kornax 2017. Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin og hneturnar gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Áferðafallegar og góðar smákökur sem mæla má með

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo

Salat með döðlum, ólífum og Chorizo. Salöt með kexi eða nýbökuðu brauði er kærkomin tilbreyting. Salötin eiga oft við og víða. Fín í saumaklúbbinn, í föstudagskaffið og á veisluborðið. Salatið má laga með góðurm fyrirvara, nokkra tíma eða daginn áður.