Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

kaja pasta akranes ansjósur íslenskt pasta pastaréttur fljótlegt pasta einfalt Pasta alla puttanesca - Pasta portkonunnar kaja organic karen jónsdóttir akranes
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Fyrir nokkru síðan sá ég í matreiðsluþætti í sjónvarpi að þurrkað pasta bragðaðist alveg jafnvel og það ferska og því væri í lagi að taka það framyfir. Núna er öldin önnur, ég gjörsamlega féll fyrir ferska pastanu frá Kaju á Akranesi. Gott er að hafa í huga að ansjósurnar eru vel saltar, bíðið því með að salta réttinn þangað til í lokin.

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

.

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

4 stór hvítlauksrif, pressuð

1 dós (400 g) tómatar basil, garlic & oregano

1/3 b ólífur í helmingum

3-5 ansjósur

1 1/2 msk kapers

1 tsk oreganó

1 tsk marið chili

400 g ferskt pasta

2 msk fínt skorin steinselja

Parmesan ostur

Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Steikið hvítlauk og chili í u.þ.b. 1 mín. Bætið við ansjósum og steikið áfram. Látið loks tómata, ólífur, kapers og oregon. Látið malla á lágum meðalhita þar til þykknar, merjið tómata með gaffli, u.þ.b. 8 mín. Piprið. 

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, síið vatnið af og setjið aftur í pottinn. Bætið sósu út í ásamt steinselju. Blandið saman við lágan hita, þar til sósan þekur pastað, u.þ.b. 2 mín. Rífið vel af parmesan og steinselju yfir diskinn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

.

Pasta alla puttanesca - Ferskt íslenskt Pasta portkonunnar stór hvítlauksrif, pressuð dós tómatar basil, garlic & oregano ólífur í helmingum ansjósur kapers1 tsk oreganó marið chili 400 g ferskt pasta msk fínt skorin steinselja Parmesan ostur
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

— PASTA PORTKONUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.