Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

kaja pasta akranes ansjósur íslenskt pasta pastaréttur fljótlegt pasta einfalt Pasta alla puttanesca -  ansjósur Pasta portkonunnar kaja organic karen jónsdóttir akranes
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Fyrir nokkru síðan sá ég í matreiðsluþætti í sjónvarpi að þurrkað pasta bragðaðist alveg jafnvel og það ferska og því væri í lagi að taka það framyfir. Núna er öldin önnur, ég gjörsamlega féll fyrir ferska pastanu frá Kaju á Akranesi. Gott er að hafa í huga að ansjósurnar eru vel saltar, bíðið því með að salta réttinn þangað til í lokin.

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

.

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

4 stór hvítlauksrif, pressuð

1 dós (400 g) tómatar basil, garlic & oregano

1/3 b ólífur í helmingum

3-5 ansjósur

1 1/2 msk kapers

1 tsk oreganó

1 tsk marið chili

400 g ferskt pasta

2 msk fínt skorin steinselja

Parmesan ostur

Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Steikið hvítlauk og chili í u.þ.b. 1 mín. Bætið við ansjósum og steikið áfram. Látið loks tómata, ólífur, kapers og oregon. Látið malla á lágum meðalhita þar til þykknar, merjið tómata með gaffli, u.þ.b. 8 mín. Piprið. 

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, síið vatnið af og setjið aftur í pottinn. Bætið sósu út í ásamt steinselju. Blandið saman við lágan hita, þar til sósan þekur pastað, u.þ.b. 2 mín. Rífið vel af parmesan og steinselju yfir diskinn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

.

Pasta alla puttanesca - Ferskt íslenskt Pasta portkonunnar stór hvítlauksrif, pressuð dós tómatar basil, garlic & oregano ólífur í helmingum ansjósur kapers1 tsk oreganó marið chili 400 g ferskt pasta msk fínt skorin steinselja Parmesan ostur
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

— PASTA PORTKONUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.

Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta. Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

Möndlusmjör

Möndlusmjör

Möndlusmjör. Maður er nefndur Ásgeir Páll, það er einstaklega skemmtilegt að gefa honum að borða. á Fasbókinni sá ég að hann var að búa til möndlusmjör og bað um uppskriftina....

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði. Þegar Siglfirðingar eru annars vegar kemur manni ekkert á óvart lengur, þar lætur fólk verkin tala. Síðasta sumar opnaði Fríða Gylfadóttir þar súkkulaði- og kaffihús eftir að hafa sest á súkkulaðiskólabekk í Belgíu.