Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

kaja pasta akranes ansjósur íslenskt pasta pastaréttur fljótlegt pasta einfalt Pasta alla puttanesca -  ansjósur Pasta portkonunnar kaja organic karen jónsdóttir akranes
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Fyrir nokkru síðan sá ég í matreiðsluþætti í sjónvarpi að þurrkað pasta bragðaðist alveg jafnvel og það ferska og því væri í lagi að taka það framyfir. Núna er öldin önnur, ég gjörsamlega féll fyrir ferska pastanu frá Kaju á Akranesi. Gott er að hafa í huga að ansjósurnar eru vel saltar, bíðið því með að salta réttinn þangað til í lokin.

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

.

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

4 stór hvítlauksrif, pressuð

1 dós (400 g) tómatar basil, garlic & oregano

1/3 b ólífur í helmingum

3-5 ansjósur

1 1/2 msk kapers

1 tsk oreganó

1 tsk marið chili

400 g ferskt pasta

2 msk fínt skorin steinselja

Parmesan ostur

Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Steikið hvítlauk og chili í u.þ.b. 1 mín. Bætið við ansjósum og steikið áfram. Látið loks tómata, ólífur, kapers og oregon. Látið malla á lágum meðalhita þar til þykknar, merjið tómata með gaffli, u.þ.b. 8 mín. Piprið. 

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, síið vatnið af og setjið aftur í pottinn. Bætið sósu út í ásamt steinselju. Blandið saman við lágan hita, þar til sósan þekur pastað, u.þ.b. 2 mín. Rífið vel af parmesan og steinselju yfir diskinn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

.

Pasta alla puttanesca - Ferskt íslenskt Pasta portkonunnar stór hvítlauksrif, pressuð dós tómatar basil, garlic & oregano ólífur í helmingum ansjósur kapers1 tsk oreganó marið chili 400 g ferskt pasta msk fínt skorin steinselja Parmesan ostur
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

— PASTA PORTKONUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.