Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

kaja pasta akranes ansjósur íslenskt pasta pastaréttur fljótlegt pasta einfalt Pasta alla puttanesca -  ansjósur Pasta portkonunnar kaja organic karen jónsdóttir akranes
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

Fyrir nokkru síðan sá ég í matreiðsluþætti í sjónvarpi að þurrkað pasta bragðaðist alveg jafnvel og það ferska og því væri í lagi að taka það framyfir. Núna er öldin önnur, ég gjörsamlega féll fyrir ferska pastanu frá Kaju á Akranesi. Gott er að hafa í huga að ansjósurnar eru vel saltar, bíðið því með að salta réttinn þangað til í lokin.

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

.

Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

4 stór hvítlauksrif, pressuð

1 dós (400 g) tómatar basil, garlic & oregano

1/3 b ólífur í helmingum

3-5 ansjósur

1 1/2 msk kapers

1 tsk oreganó

1 tsk marið chili

400 g ferskt pasta

2 msk fínt skorin steinselja

Parmesan ostur

Hitið olíu í pönnu á meðalhita. Steikið hvítlauk og chili í u.þ.b. 1 mín. Bætið við ansjósum og steikið áfram. Látið loks tómata, ólífur, kapers og oregon. Látið malla á lágum meðalhita þar til þykknar, merjið tómata með gaffli, u.þ.b. 8 mín. Piprið. 

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum, síið vatnið af og setjið aftur í pottinn. Bætið sósu út í ásamt steinselju. Blandið saman við lágan hita, þar til sósan þekur pastað, u.þ.b. 2 mín. Rífið vel af parmesan og steinselju yfir diskinn.

FLEIRI PASTARÉTTIR

.

Pasta alla puttanesca - Ferskt íslenskt Pasta portkonunnar stór hvítlauksrif, pressuð dós tómatar basil, garlic & oregano ólífur í helmingum ansjósur kapers1 tsk oreganó marið chili 400 g ferskt pasta msk fínt skorin steinselja Parmesan ostur
Pasta alla puttanesca – Pasta portkonunnar

.

PASTAKAJAAKRANESANSJÓSUR

— PASTA PORTKONUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi

Blinis með rauðrófumauki

Blinis með rauðrófumauki og reyktum laxi. Blinis eru litlar ósætar lummur. Ef maður hefur tíma er upplagt að bjóða upp á slíkt áður en gestir setjast til borðs. Hingað komu á dögunum nokkrar elegant konur í síðdegiskaffi fyrir Jólablað Morgunblaðsins. Þegar elegant konur koma við er bara við hæfi að skála í góðu freyðivíni og með því voru blinis með rauðrófumauki og laxi. Óskaplega gott og fagurt.

Paëlla

Paëlla (borið fram paeja). Við úðuðum í okkur bæði paellu og katalónsku systur hennar fiduea (þá er pasta í stað hrísgrjóna) á Spáni á dögunum og byrjuðum strax að prófa okkur áfram þegar við komum heim meðan upplifunin var í fersku minni.