Lummur – hveitikökur – skonsur. Sú uppskrifabók sem lengst hefur fylgt mér er bókin Við matreiðum og uppskrifin er úr þeirri ágætu bók.
Við verðum að passa að rugla ekki saman lummum og pönnukökum – grunnurinn í þetta góða kaffimeðlæti sé svo að segja sá sami þá eru lummur ekki pönnukökur og pönnukökur ekki lummur.
🇮🇸
— LUMMUR — VIÐ MATREIÐUM — PÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTI — BAKSTUR — TERTUR — HJÓNABANDSSÆLUR —
🇮🇸
Lummur
2 1/2 dl heilhveiti
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1 msk púðursykur
1/2 tsk salt
4-5 dl mjólk, súrmjólk eða undanrenna
1 egg
3 msk matarolía
Látið heilhveitið í skál, sigtið hveiti og lyftiduft saman við, bætið sykri og salti þar í.
Hellið 4 dl af mjólk yfir hveitiblönduna og hrærið í kekkjalaust deig. Hrærið egginu og matarolíunni saman við deigið og bætið meiri mjólk út ef deigið er of þykkt.
Bakið á heitri pönnu.
Lummurnar eru bestar nýbakaðar með margs konar áleggi.
🇮🇸
— LUMMUR — VIÐ MATREIÐUM — PÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTI — BAKSTUR — TERTUR — HJÓNABANDSSÆLUR —
— LUMMUR, KLASSÍSKA GÓÐA UPPSKRIFTIN —
🇮🇸