Lummur – gömlu góðu lummurnar úr bókinni Við matreiðum

Lummur - hveitikökur - skonsur lummuuppskrift klattar einfalt kaffimeðlæti fljótlegt
Lummur – hveitikökur – skonsur

Lummur – hveitikökur – skonsur. Sú uppskrifabók sem lengst hefur fylgt mér er bókin Við matreiðum og uppskrifin er úr þeirri ágætu bók.

Við verðum að passa að rugla ekki saman lummum og pönnukökum – grunnurinn í þetta góða kaffimeðlæti sé svo að segja sá sami þá eru lummur ekki pönnukökur og pönnukökur ekki lummur.

🇮🇸

LUMMURVIÐ MATREIÐUMPÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTIBAKSTURTERTURHJÓNABANDSSÆLUR

🇮🇸

Lummur

2 1/2 dl heilhveiti
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1 msk púðursykur
1/2 tsk salt
4-5 dl mjólk, súrmjólk eða undanrenna
1 egg
3 msk matarolía

Látið heilhveitið í skál, sigtið hveiti og lyftiduft saman við, bætið sykri og salti þar í.

Hellið 4 dl af mjólk yfir hveitiblönduna og hrærið í kekkjalaust deig. Hrærið egginu og matarolíunni saman við deigið og bætið meiri mjólk út ef deigið er of þykkt.

Bakið á heitri pönnu.

Lummurnar eru bestar nýbakaðar með margs konar áleggi.

🇮🇸

LUMMURVIÐ MATREIÐUMPÖNNUKÖKUR — KAFFIMEÐLÆTIBAKSTURTERTURHJÓNABANDSSÆLUR

— LUMMUR, KLASSÍSKA GÓÐA UPPSKRIFTIN —

🇮🇸

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.