Það er komið þrælskemmtilegt „street food“ svæði í Kringlunni, svokallað KRINGLUTORG, hægra megin við Stjörnutorg þegar maður fer upp rúllustigann.
Þarna eru nokkrir staðir, Fjárhúsið, Tokyo Sushi, KORE, Halab Kebab og JÖMM. Það getur verið þreytandi að þramma búð úr búð, en það er sko vel þess virði að miða við að enda ferðina á Kringlutorgi. Svakalega góður matur á öllum stöðunum og maður endurnærist allur!
Við komumst auðvitað ekki yfir að smakka alla rétti sem í boði eru, en fengum hjálp til að skiptast á skoðunum. Í stuttu máli sagt voru allir himinlifandi, enda er úrvalið mikið og hægt að fá kjöt- eða veganrétti á öllum stöðum.
Á Halab Kebab smökkuðum við bragðmikið og gómsætt lamba- og kjúklingakebab og hrikalega gott falafel með hummus.
Í Fjárhúsinu heita allir réttirnir allir kinda- eða hrútanöfnum. Þar er hægt að fá Móra, sem er safaríkur lambaborgari með lambabeikoni, salati, chipotle sósu og grilluðum kartöflum, afar ljúffengur!
Surtla eru kótilettur með alls konar salati, basilsósu og grilluðum kartöflum. Kjötið var lungamjúkt og kryddin voru æðisleg.
Á Tokyo Sushi smökkuðum við algjörlega geggjaða rétti fyrir þá sem fíla svolítið sterkan mat: Vegan eldfjallarúllu, með avókadó, sætri kartöflu, spínati, sterkum vegan majó, unagi sósu og chilli sósu. Einnig Surf & Turf nautalund og humar, með avókadó, grænu salati og humarsósu.
KORE fengum við okkur ótrúlega ljúffenga rétti, Fried Tiger Balls, steiktar hrísgrjónarúllur m(beikoni og osti kimchy (gerjað kál með chili pipar) og stökkt, steikt blómkál m/gojuchang-sósu, vorlauks-majó og pikkluðu daikon til hliðar,
Á JÖMM er hægt að velja um þrjá frábæra rétti, Ze Börger, Ze Box og Ze Vefju. Allir réttirnir eru byggðir á Oumph grænmetiskjötinu vinsæla og hægt er að velja á milli þriggja mismunandi tegunda í hvern rétt — spicy, pulled eða kebab Oumph. Við fengum borgara og box með spicy oumph.