Handverkskonur á Fáskrúðsfirði slá upp veislu
Handverksfólk á Fáskrúðsfirði hafa í nokkur ár selt afurðir sínar í Tanga, gamla kaupfélagshúsinu á staðnum. Húsið var gert upp af myndarskap fyrir nokkrum árum og af ekki síðri myndarskap höndla þau nú í húsinu með handverk sitt. Þær Elsa, Inga, Elísa, Sigrún, Alla og Gunnhildur slógu upp veislu í Tanga og undirbjuggu annasamar vikur framundan. Það má vel mæla með góðu stoppi hjá þeim í Galleríi Kolfreyju.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –- MARENGS — BRAUÐRÉTTIR — RJÓMATERTUR — PÖNNUKÖKUR —
.
Páskabollur
500 g hveiti
75 g púðursykur
1 tsk allrahanda
1/3 tsk múskat
1/3 tsk kanill
1/3 tsk negull
5 tsk þurrger
60 g smjör eða olía
160 ml mjólk
120 ml volgt vatn
1 egg
140 g rúsínur
20 g súkkat (má sleppa)
Bakið við 180°C í 12-13 mín
„Þessi uppskrift kemur frá S-Afríku, ég fékk hana frá Esther Brune vinkonu minni á Fáskrúðsfirði” kveðja, Gunnhildur
Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns
1 piparostur
1 sveppaostur
1 rauð paprika
1 skinkubréf, skorið í teninga
1 ds grann aspas í bitum
1 ds sveppir
10 brauðsneiðar rifnar niður
dass af rjóma
rifinn ostur
Ostur bræddur í potti með rjóma. Skinku, aspas og sveppum bætt saman við. Brauðið sett í eldfast form. Hellt úr pottinum yfir og rifinn ostur settur yfir. Bakað í ofni þar til ostur er gullbrúnn
Rjómasalat frá mömmu
1/2 l rjómi
250 g rúsínur
250 g epli
400 g súkkulaðispænir
Þeytið rjómann, saxið rúsínur og epli og blandið saman við ásamt súkkulaðinu. Gott með tekexi.
Kveðja Ingigerður
Rjómaterta Öllu
Svampbotnar:
4 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur og bætið við hveiti og lyftidufti. Bakið tvo botna á 180°C þangað til þeir eru gulbrúnir. Látið kólna.
Smjörkrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur (1 pk.)
2 msk. vanilludropar
2 msk. rjómi
Setjið allt í hrærivél og hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.
Látið annan botninn á tertudisk, skerið tvo banana í sneiðar og leggið á. Setjið smjörkremið þar ofan á og loks hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum.
Ömmubrauð – Ragnarsbrauðið góða
1 l súrmjólk
100 g hörfræ
100 g sólblómafræ
100 g steinselja
1/2 – 3/4 l vatn
1 kg heilhveiti
1/2 kg hveiti
400 g hafragrjón
14 tsk lyftiduft
1 dl rúsínur
1 msk kúmen
Blandið saman súrmjólk, hörfræjum, steinselju og vatni og hrærið vel. Bætið loks við restinni og hnoðið.
Bakið við 180°C í um 1 1/2 klst
kveðja, Sigrún Ragnars
.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –- MARENGS — BRAUÐRÉTTIR — RJÓMATERTUR — PÖNNUKÖKUR —
— HANDVERKSKONUR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI SLÁ UPP VEISLU —
.