Handverkskonur á Fáskrúðsfirði slá upp veislu

Gallerí Kolfreyja Tangi tanga fáskrúðsfjörður elísa jónsdóttir kaupfélag kaupfélagið kffb handverk handverksmarkaður Elsa guðjóns Inga á eyri ingigerður sigrún ragnarsdóttir alla aðalheiður sigurbjörnsdóttir gunnhildur stefánsdóttir Fáskrúðsfjörður svampbotn rjómaterta bollur gerbollur heitur brauðréttur gerlaust brauð lyftiduft rjómasalat marengs pönnukökur
Elsa, Ingigerður, Elísa, Tóti, Sigrún, Alla og Gunnhildur

Handverkskonur á Fáskrúðsfirði slá upp veislu

Handverksfólk á Fáskrúðsfirði hafa í nokkur ár selt afurðir sínar í Tanga, gamla kaupfélagshúsinu á staðnum. Húsið var gert upp af myndarskap fyrir nokkrum árum og af ekki síðri myndarskap höndla þau nú í húsinu með handverk sitt. Þær Elsa, Inga, Elísa, Sigrún, Alla og Gunnhildur slógu upp veislu í Tanga og undirbjuggu annasamar vikur framundan. Það má vel mæla með góðu stoppi hjá þeim í Galleríi Kolfreyju.

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –- MARENGSBRAUÐRÉTTIRRJÓMATERTURPÖNNUKÖKUR

.

Páskabollur
Páskabollur

Páskabollur

500 g hveiti
75 g púðursykur
1 tsk allrahanda
1/3 tsk múskat
1/3 tsk kanill
1/3 tsk negull
5 tsk þurrger
60 g smjör eða olía
160 ml mjólk
120 ml volgt vatn
1 egg
140 g rúsínur
20 g súkkat (má sleppa)
Bakið við 180°C í 12-13 mín

„Þessi uppskrift kemur frá S-Afríku, ég fékk hana frá Esther Brune vinkonu minni á Fáskrúðsfirði” kveðja, Gunnhildur

Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns
Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns

Heitur brauðréttur Elsu Guðjóns

1 piparostur
1 sveppaostur
1 rauð paprika
1 skinkubréf, skorið í teninga
1 ds grann aspas í bitum
1 ds sveppir
10 brauðsneiðar rifnar niður
dass af rjóma
rifinn ostur

Ostur bræddur í potti með rjóma. Skinku, aspas og sveppum bætt saman við. Brauðið sett í eldfast form. Hellt úr pottinum yfir og rifinn ostur settur yfir. Bakað í ofni þar til ostur er gullbrúnn

Rjómasalat frá mömmu
Rjómasalat frá mömmu

Rjómasalat frá mömmu

1/2 l rjómi
250 g rúsínur
250 g epli
400 g súkkulaðispænir
Þeytið rjómann, saxið rúsínur og epli og blandið saman við ásamt súkkulaðinu. Gott með tekexi.

Kveðja Ingigerður

Rjómaterta Öllu
Rjómaterta Öllu

Rjómaterta Öllu

Svampbotnar:
4 egg
150 g sykur
150 g hveiti
1/4 tsk lyftiduft
Þeytið saman egg og sykur og bætið við hveiti og lyftidufti. Bakið tvo botna á 180°C þangað til þeir eru gulbrúnir. Látið kólna.

Smjörkrem
250 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur (1 pk.)
2 msk. vanilludropar
2 msk. rjómi
Setjið allt í hrærivél og hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt.

Látið annan botninn á tertudisk, skerið tvo banana í sneiðar og leggið á. Setjið smjörkremið þar ofan á og loks hinn botninn. Skreytið með þeyttum rjóma og ávöxtum.

Ömmubrauð - Ragnarsbrauðið góða
Ömmubrauð – Ragnarsbrauðið góða

Ömmubrauð – Ragnarsbrauðið góða

1 l súrmjólk
100 g hörfræ
100 g sólblómafræ
100 g steinselja
1/2 – 3/4 l vatn
1 kg heilhveiti
1/2 kg hveiti
400 g hafragrjón
14 tsk lyftiduft
1 dl rúsínur
1 msk kúmen

Blandið saman súrmjólk, hörfræjum, steinselju og vatni og hrærið vel. Bætið loks við restinni og hnoðið.
Bakið við 180°C í um 1 1/2 klst
kveðja, Sigrún Ragnars

Sigrún, Gunnhildur, Elsa, Aðalheiður, Elísa og Ingigerður.     Fjóla Þorsteinsdóttir tók myndirnar

.

FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR –- MARENGSBRAUÐRÉTTIRRJÓMATERTURPÖNNUKÖKUR

— HANDVERKSKONUR Á FÁSKRÚÐSFIRÐI SLÁ UPP VEISLU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínudraumur konditorsins – algjör draumur

Appelsínudraumur

Appelsínudraumur konditorsins - Hannesarholt. Í miðborg Reykjavíkur í húsi Hannesar Hafstein, Hannesarholti, er stórfínn veitingastaður og kaffihús.  Síðustu vikur hef ég heyrt fjölmargt gott um þennan stað. Á dögunum fórum við í kaffi þangað og allt sem ég hafði heyrt áður kemur heim og saman. Afar fallegt umhverfi, gott með kaffinu og glæsilegt hús. Svo er einnig borinn fram hádegismatur, hollir og góðír grænmetisréttir, plokkfiskur, bökur og margt annað bragðgott. Andri konditormeistarsi staðarins veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta þessa uppskrift – en ef þið hafið ekki tök á að baka appelsínudrauminn þá er opið alla daga í Hannesarholti.