Auglýsing
Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór gunnar bjarnason Sólrún Björnsdóttir heiði Nutellasnúðakaka
Guðný, Ragnhildur, Diddú, Edda, Vala og Bergþór

Enn sá dásemdar sólardagur! Þrjú kaffiboð og rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir.

Gunnar, Albert og Nutellasnúðakakan

Gunnar Bjarnason var að státa sig af því að hafa betrumbætt snúðakökuna frægu með því að bæta við Nutella. Gott og vel, ég bauð mér þangað og mikið óskaplega var hún góð.

Sólrún bauð í kaffi á pallinum og var með fjölbreytt góðgæti eins og brauð með kæfu, grafinn silung og hrátertu sem ég borðaði af svo mikilli áfergju að ég áttaði mig hvorki á að taka af henni nærmynd né fá uppskrift til að birta (ég verð bara að fara aftur).
sítrónuís og skreyttur með berjum

Þriðja og síðasta kaffiboðið var svo lautarferð og kaffisamsæti í Mosfellsdalnum með nokkrum eðalkonum. Meðal góðra veitinga var rúlluterta með sítrónuís og skreytt með berjum.

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Rúmlega 60 kílómetrar hjólaðir í dag

Bergþór og Albert
Auglýsing