Heiðurshjónin og gleðigjafarnir Harpa og Binni buðu nokkrum vinum sínum í grillveislu. Binni er annálaður grillmeistari og þau hjónin bæði vel liðtæk í eldhúsinu. Með aðstoð vina þeirra varð úr hin glæsilegasta veisla.
Forréttur
: Snittubrauð skorið og penslað með hvítlauksolíu, ristað í ofni þar til gullið. Meðlæti með var þrennskonar:
1.Mozzarellasalat. Mozzarellaostur skorin í smáa bita ásamt einum stórum tómat blandað saman með extra virgin olíu, má setja saxaða basiliku samanvið ef vill.
2.Guacamole
. Ein til tvær lárperur, stór tómatur saxaður smátt
, safi úr hálfri lime
, salt og pipar.
Nokkur kóríander blöð. Einnig gott að setja saman við smá af ferskum söxuðum chilli Allt stappað saman og borið fram með brauðinu
3. Graslaukspestó: Góð lúka af graslauk.
Tvær til þrjár tsk af rifnum parmesanosti, einn hvítluksgeiri
, hálfur til einn dl furuhnetur. Góður slatti af góðri virgin olíu. Salt og pipar eftir smekk
. Allt sett í matvinnsluvél og maukað bætið við olíu þar til pestóið hefur ljósgrænan lit..
Grillaðar kjúklingabringur marineraðar í graslaukspestói
Graslaukspestó: Góð lúka af graslauk.
Tvær til þrjár tsk af rifnum parmesanosti, einn hvítluksgeiri
, hálfur til einn dl furuhnetur. Góður slatti af góðri virgin olíu. Salt og pipar eftir smekk
. Allt sett í matvinnsluvél og maukað bætið við olíu þar til pestóið hefur ljósgrænan lit..
Kjúklingabringur. Berjið
létt á bringurnar með buffhamri
, látið marinerast í Tamari-sósu, nokkra klukkutíma eða frá kvöldinu áður og síðustu tímana er kjúklingurinn látinn marinerast í graslaukspestóinu að viðbættri olíu og limesafa.
Grillað og kryddað með salti og pipar.
Tzatziki-sósa: Sýrður rjómi, hvítlaukur, rifnar agúrkur, salt og pipar
Volgt mangósalat með rauðlauk og papriku
3 paprikur ein í hverjum lit og einn rauðlaukur
. Þetta skorið niður og léttsteikt á pönnu í olíu. Saltað og piprað. Hitað í ofni við 40 gráður
í um 15 mín. Ferskur mangó skorin í bita og blandað saman við áður en borið fram
Hvít súkkulaði-skyrterta
300 g hafrakex
100 g súkkulaði
100 g smjör
300 g hvítt súkkulaði
400 g skyr
2,5 dl rjómi – þeyttur
2-3 egg
2 dl flórsykur
6 matarlímsblöð
Súkkulaði og hafrakexið mulið saman
. Bræðið smjörið og blandið saman við og sett í botninn. Kælið.
Þeytið rjómann.
Leysið upp matarlímið.
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
Þeytið eggin með flórsykrinum
. Bætið skyrinu útí ásamt rjómanum.
Síðan hvíta súkkulaðinu volgu
og að lokum matarlíminu. B
löndunni er hellt yfir kexið og látið kólna.
Gott er að setja kökuna inn í frost í hálftíma áður en takið er úr forminu. Borið fram með berja eða súkkulaði sósu. (ber sett í pott og hituð enginn sykur saman við.)