Binni og Harpa bjóða heim

Frá vinstir: Albert, Harpa Harðardóttir, Sigurberg Jónsson, Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Þórdís Helgadóttir og Bergþór Binni grillveisla grill grillaðar kjúklingabringur skyreftirréttur hvítt súkkulaði desert
Frá vinstir: Albert, Harpa Harðardóttir, Sigurberg Jónsson, Dagbjört Nanna Jónsdóttir, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Brynjar Freyr Stefánsson, Þórdís Helgadóttir og Bergþór

Heiðurshjónin og gleðigjafarnir Harpa og Binni buðu nokkrum vinum sínum í grillveislu. Binni er annálaður grillmeistari og þau hjónin bæði vel liðtæk í eldhúsinu. Með aðstoð vina þeirra varð úr hin glæsilegasta veisla.

Mozzarellasalat

 

Guacamole

 

Graslaukspestó

Forréttur
: Snittubrauð skorið og penslað með hvítlauksolíu, ristað í ofni þar til gullið. Meðlæti með var þrennskonar:
1.Mozzarellasalat. Mozzarellaostur skorin í smáa bita ásamt einum stórum tómat blandað saman með extra virgin olíu, má setja saxaða basiliku samanvið ef vill.
2.Guacamole
. Ein til tvær lárperur, stór tómatur saxaður smátt
, safi úr hálfri lime
, salt og pipar. 
Nokkur kóríander blöð. Einnig gott að setja saman við smá af ferskum söxuðum chilli Allt stappað saman og borið fram með brauðinu
3. Graslaukspestó: Góð lúka af graslauk. 
Tvær til þrjár tsk af rifnum parmesanosti, einn hvítluksgeiri
, hálfur til einn dl furuhnetur. Góður slatti af góðri virgin olíu. Salt og pipar eftir smekk
. Allt sett í matvinnsluvél og maukað bætið við olíu þar til pestóið hefur ljósgrænan lit..

Brynjar Freyr grillmeistari
Grillaðar kjúklingabringur marineraðar í graslaukspestói.

Grillaðar kjúklingabringur marineraðar í graslaukspestói 
Graslaukspestó: Góð lúka af graslauk. 
Tvær til þrjár tsk af rifnum parmesanosti, einn hvítluksgeiri
, hálfur til einn dl furuhnetur. Góður slatti af góðri virgin olíu. Salt og pipar eftir smekk
. Allt sett í matvinnsluvél og maukað bætið við olíu þar til pestóið hefur ljósgrænan lit..

Kjúklingabringur. Berjið 
létt á bringurnar með buffhamri
, látið marinerast í Tamari-sósu, nokkra klukkutíma eða frá kvöldinu áður og síðustu tímana er kjúklingurinn látinn marinerast í graslaukspestóinu að viðbættri olíu og limesafa.
Grillað og kryddað með salti og pipar.

Tzatziki-sósa: Sýrður rjómi, hvítlaukur, rifnar agúrkur, salt og pipar

Volgt mangósalat með steiktum rauðlauk og papriku í mörgum litum.

Volgt mangósalat með rauðlauk og papriku
3 paprikur ein í hverjum lit og einn rauðlaukur
. Þetta skorið niður og léttsteikt á pönnu í olíu. Saltað og piprað. Hitað í ofni við 40 gráður
 í um 15 mín. Ferskur mangó skorin í bita og blandað saman við áður en borið fram

Hvít súkkulaði-skyrterta

Hvít súkkulaði-skyrterta

300 g hafrakex
100 g súkkulaði
100 g smjör
300 g hvítt súkkulaði
400 g skyr
2,5 dl rjómi – þeyttur
2-3 egg
2 dl flórsykur
6 matarlímsblöð

Súkkulaði og hafrakexið mulið saman
. Bræðið smjörið og blandið saman við og sett í botninn. Kælið.
Þeytið rjómann. 
Leysið upp matarlímið. 
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
Þeytið eggin með flórsykrinum
. Bætið skyrinu útí ásamt rjómanum. 
Síðan hvíta súkkulaðinu volgu 
og að lokum matarlíminu. B
löndunni er hellt yfir kexið og látið kólna. 
Gott er að setja kökuna inn í frost í hálftíma áður en takið er úr forminu. Borið fram með berja eða súkkulaði sósu. (ber sett í pott og hituð enginn sykur saman við.)

 

— MATARVEISLA BINNA OG HÖRPU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls

Sitronukjuklingur

Sítrónukjúklingur Gissurar Páls. Sítrónukjúklingur eða pollo al limone er algengur ítalskur réttur, en þar sem Gissur Páll heitir Páll, getum við kallað hann Pollo al Paolo...

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.