Amarettolegnar lambaprimesneiðar
Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. Brúnið í smjöri við háan hita. Setjið bitana í ofn í u.þ.b. 10 mín. við 160°C.
— GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB —
.
Rjómalöguð rauðvínssósa
3 shallot laukar
3 hvítlauksgeirar
1 dl af noisette smjöri
1 dl Amaretto (afgangurinn af því sem kjötið lá í)
200 ml rauðvín
400 ml rjómi
Nautakraftur
Salt og pipar
Eftir að búið er að brúna kjötið á pönnunni, svitið shallot laukinn og hvítlaukinn upp úr smjöri á sömu pönnu. Hellið svo rauðvíninu yfir og Amaretto og látið malla í örfáar mínútur. Bætið rjóma og nautakrafti út í og látið sjóða aðeins niður. Smakkið til með salti og pipar og bætið noisette smjörinu út í og hrærið á meðan. Notið töfrasprota ef þið viljið láta sósuna verða léttari í sér.
Lambasteikin góða var aðalréttur í matarboði sem Guðrún Harpa og Erlendur héldu.
— GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB —
.