Amarettólegið lamb

Amarettolegnar lambaprimesneiðar. Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. lamb prime sneiðar
Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. Brúnið í smjöri við háan hita. Setjið bitana í ofn í u.þ.b. 10 mín. við 160°C.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

.

Rjómalöguð rauðvínssósa

3 shallot laukar
3 hvítlauksgeirar
1 dl af noisette smjöri
1 dl Amaretto (afgangurinn af því sem kjötið lá í)
200 ml rauðvín
400 ml rjómi
Nautakraftur
Salt og pipar

Eftir að búið er að brúna kjötið á pönnunni, svitið shallot laukinn og hvítlaukinn upp úr smjöri á sömu pönnu. Hellið svo rauðvíninu yfir og Amaretto og látið malla í örfáar mínútur. Bætið rjóma og nautakrafti út í og látið sjóða aðeins niður. Smakkið til með salti og pipar og bætið noisette smjörinu út í og hrærið á meðan. Notið töfrasprota ef þið viljið láta sósuna verða léttari í sér.

Gestir Guðrúnar Hörpu og Erlendar: Guðrún Harpa Elli Erlendur Kristín María Erlendsdóttir, Fannar Gauti Guðmundsson, Matthildur Harpa Fannarsdóttir, Tómas Albert Holton, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Tómas Heiðar Tómasson, Bryndís Tómasdóttir, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson Veisla skerjafjörður veisluborð

Lambasteikin góða var aðalréttur í matarboði sem Guðrún Harpa og Erlendur héldu.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Heitur ofnréttur Önnu Siggu – sá allra vinsælasti

Heitur ofnréttur Önnu Siggu. Anna Sigga Helgadóttir tók ljúflega í að elda fyrir bloggið. Leiðir okkar lágu saman þegar hún eldaði fyrir mig á Gestgjafaárum mínum. Á meðan rétturinn var í ofninum náði hún í blaðið sem kom út 2003 og það vakti kátínu okkar að hún var með sömu svuntu núna og þá. „Mamma mín eldaði oft þennan ofnrétt á sunnudgagskvöldum hérna í den og öllum þótti hann alveg ótrúlega góður, í hvert skipti." segir söngkonan Anna Sigga