45 árum fagnað með öðlingspilti

Jón Þór Þorleifsson smali og þyrluflugmaður Steini Sleggja, Jón Birgir og Böðvar Lemacks Anna Svava Knútsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson smalinn Kjarnholt mengi albert bergþór grill afmæli veisla partý sumar
Albert, Jón Þór 45 ára öðlingspiltur og Bergþór

45 árum fagnað með öðlingspilti

Öðlingspilturinn Jón Þór Þorleifsson smali og þyrluflugmaður hefur þá einföldu reglu að halda upp á afmæli sín á fimm ára fresti og þá með slíkum glæsibrag að eftir því er tekið. 45 ára afmælisveisla hans var á laugardaginn. Fyrir rúmlega hálfu ári bað Jón Þór fólk að taka daginn frá og hann var duglegur að fá vini sína til að hjálpa til. Hvort tveggja til fyrirmyndar.

Afmælisgestir Jóns Þórs í kvöldsólinni

45 ára afmælið var haldið í blíðskaparveðri í Kjarnholtum í Biskupstungum. Upplýsingum til gesta var komið á framfæri á lokaðri Facebook síðu. Þar var dagskráin og atriði til að hafa í huga. Hugsað fyrir öllu enda gekk allt eins og smurt – svo gott var skipulagið.

GRILLAFMÆLI

.

Grillmeistararnir Steini Sleggja, Jón Birgir og Böðvar Lemacks fóru hamförum á kolagrillunum og göldruðu fram mat í allan hópinn á stuttri stundu. Í eftirrétt var ljúffengur ís frá Valdísi.

Anna Svava Knútsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson voru veislustjórar kvöldsins og fóru á kostum. Ýmsir þekktir listamenn stigu á svið, enda Jón Þór búinn að vera víða í störfum sínum fyrir „Aldrei fór ég suður“ og margar fleiri uppákomur. Um kvöldið var slegið upp balli í bjartri sumarnóttinni, þar sem áhöfnin á Húna lék fyrir dansi.

GRILLAFMÆLI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla