Dultittlingur borðaður heill með servíettuna yfir höfðinu – ekki fyrir viðkvæma

François Mitterrand dultittlingur Emberiza hortulana Ortolan bunting ortolan buntingen fugl borðaður með servíettuna yfir á höfðinu FRAKKLAND FRANSKUR MATUR MITTERRANG LAST MEAL
Steiktur, koníaksleginn dultittlingur er snæddur með servíettuna á höfðinu

Frakkar borða dultittling (ortolan bunting), smáfugl sem hefur verið drekkt í koníaki. Hann er borinn fram heill, heitur og snæddur með servíettu á höfðinu með það fyrir augum að hylja syndsamlega réttinn fyrir guði.

Árið 1999 voru sett í Frakklandi lög um bann við dultittlingsveiðum. Með einfaldri leit á netinu má sjá að þeir eru nú veiddir ólöglega.

Aðferðin er þessi: Fuglarnir eru veiddir, þeim haldið í búri í um mánuð á myrkrum stað þar sem þeir eru látnir borða á sig gat og er síðan drekkt í Armagnac brandí/koníaki. Eftir það er fuglinn hamflettur, steiktur í nokkrar mínútur og borinn fram sjóðheitur í eigin feiti. Hefðin er að setja servíettu yfir höfuðið til að fela græðgina fyrir guði, halda gufunum frá koníakinu í andlitinu og til að fela átið fyrir öðrum veislugestum.

Dultittlingaát Frakka komst í kastljós umheimsins þegar Mitterrand Frakklandsforseti boðaði mektarfólk til heljarinnar matarveislu viku fyrir andlát sitt árið 1996. Aðalrétturinn var dultittlingur, auk hans var boðið upp á foie gras, hana og ostrur.

— FRAKKLANDFOIE GRASCOQ AU VIN

🇫🇷

Dultittlingur
Dultittlingur

🇫🇷

— FRAKKLANDFOIE GRASCOQ AU VIN

— DULTITTLINGUR —

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.