Auglýsing
Amarettolegnar lambaprimesneiðar. Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. lamb prime sneiðar
Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. Brúnið í smjöri við háan hita. Setjið bitana í ofn í u.þ.b. 10 mín. við 160°C.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

Auglýsing

.

Rjómalöguð rauðvínssósa

3 shallot laukar
3 hvítlauksgeirar
1 dl af noisette smjöri
1 dl Amaretto (afgangurinn af því sem kjötið lá í)
200 ml rauðvín
400 ml rjómi
Nautakraftur
Salt og pipar

Eftir að búið er að brúna kjötið á pönnunni, svitið shallot laukinn og hvítlaukinn upp úr smjöri á sömu pönnu. Hellið svo rauðvíninu yfir og Amaretto og látið malla í örfáar mínútur. Bætið rjóma og nautakrafti út í og látið sjóða aðeins niður. Smakkið til með salti og pipar og bætið noisette smjörinu út í og hrærið á meðan. Notið töfrasprota ef þið viljið láta sósuna verða léttari í sér.

Gestir Guðrúnar Hörpu og Erlendar: Guðrún Harpa Elli Erlendur Kristín María Erlendsdóttir, Fannar Gauti Guðmundsson, Matthildur Harpa Fannarsdóttir, Tómas Albert Holton, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Tómas Heiðar Tómasson, Bryndís Tómasdóttir, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson Veisla skerjafjörður veisluborð

Lambasteikin góða var aðalréttur í matarboði sem Guðrún Harpa og Erlendur héldu.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

.