Amarettólegið lamb

Amarettolegnar lambaprimesneiðar. Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. lamb prime sneiðar
Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Amarettolegnar lambaprimesneiðar

Látið lambakjötið marinerast í Amaretto möndlulíkjör í sólarhring. Brúnið í smjöri við háan hita. Setjið bitana í ofn í u.þ.b. 10 mín. við 160°C.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

.

Rjómalöguð rauðvínssósa

3 shallot laukar
3 hvítlauksgeirar
1 dl af noisette smjöri
1 dl Amaretto (afgangurinn af því sem kjötið lá í)
200 ml rauðvín
400 ml rjómi
Nautakraftur
Salt og pipar

Eftir að búið er að brúna kjötið á pönnunni, svitið shallot laukinn og hvítlaukinn upp úr smjöri á sömu pönnu. Hellið svo rauðvíninu yfir og Amaretto og látið malla í örfáar mínútur. Bætið rjóma og nautakrafti út í og látið sjóða aðeins niður. Smakkið til með salti og pipar og bætið noisette smjörinu út í og hrærið á meðan. Notið töfrasprota ef þið viljið láta sósuna verða léttari í sér.

Gestir Guðrúnar Hörpu og Erlendar: Guðrún Harpa Elli Erlendur Kristín María Erlendsdóttir, Fannar Gauti Guðmundsson, Matthildur Harpa Fannarsdóttir, Tómas Albert Holton, Bergþóra Holton Tómasdóttir, Tómas Heiðar Tómasson, Bryndís Tómasdóttir, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson Veisla skerjafjörður veisluborð

Lambasteikin góða var aðalréttur í matarboði sem Guðrún Harpa og Erlendur héldu.

GUÐRÚN HARPA/ERLENDUR -– LAMB

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konfektterta – ein sú allra besta

Konfektterta - ein sú allra besta. Í minningunni voru konfekttertur í öllum barnaafmælum já og bara í öllum kaffiveislum í gamla daga. Kókosmjöl hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þarf nú varla að taka fram að mér þótti þessi terta hið mesta lostæti - og finnst ennþá.

Vandamál við gerbakstur

GER

Vandamál við gerbakstur. Algengasta grunngerdeigið inniheldur fjóra meginefnisþætti: mjöl, ger, vatn og salt. Það kann að virðast flókið að baka gerbrauð, en í rauninni er framkvæmdin ósköp einföld.

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.