
45 árum fagnað með öðlingspilti
Öðlingspilturinn Jón Þór Þorleifsson smali og þyrluflugmaður hefur þá einföldu reglu að halda upp á afmæli sín á fimm ára fresti og þá með slíkum glæsibrag að eftir því er tekið. 45 ára afmælisveisla hans var á laugardaginn. Fyrir rúmlega hálfu ári bað Jón Þór fólk að taka daginn frá og hann var duglegur að fá vini sína til að hjálpa til. Hvort tveggja til fyrirmyndar.

45 ára afmælið var haldið í blíðskaparveðri í Kjarnholtum í Biskupstungum. Upplýsingum til gesta var komið á framfæri á lokaðri Facebook síðu. Þar var dagskráin og atriði til að hafa í huga. Hugsað fyrir öllu enda gekk allt eins og smurt – svo gott var skipulagið.
.

Anna Svava Knútsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson voru veislustjórar kvöldsins og fóru á kostum. Ýmsir þekktir listamenn stigu á svið, enda Jón Þór búinn að vera víða í störfum sínum fyrir „Aldrei fór ég suður“ og margar fleiri uppákomur. Um kvöldið var slegið upp balli í bjartri sumarnóttinni, þar sem áhöfnin á Húna lék fyrir dansi.
.