Himnesk ítölsk gúllassúpa og tiramísú

 

Sigrún Sveinsdóttir Svanhildur Kaaber Margrét gúllassúpa súpa góð mjög Listaháskólinn bókasafn einföld Tiramisúið hennar mömmu þægileg nautakjöt tiramisu
Sigrún eys gúllassúpunni á diska Svanhildar og Margrétar

Himnesk ítölsk gúllassúpa og tiramísú

Sigrún Sveinsdóttir frænka mín bauð vinkonum sínum Margréti G. Einarsdóttur og Svanhildi Kaaber í afar góða gúllassúpu og tiramisu í eftirrétt. Við Sigrún unnum saman í mörg ár í Listaháskólanum. Hún grínast stundum með það að á fyrsta degi hafi ég fundið út skyldleika okkar en bæði erum við af Viðfjarðarættinni.

 SÚPUR — LISTAHÁSKÓLINNSIGRÚN SVEINS TIRAMISUÍTALÍA

.

Himnesk gúllassúpa með smá ítölsku ívafi

Himnesk gúllassúpa með smá ítölsku ívafi

1,6 kg smátt skorið nautag­úllas
2 msk smjör
5-6 lauk­ar, skorn­ir í tvennt og svo í sneiðar
2 paprikur, skornar í bita
3 tsk papriku­duft
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk timí­an
2 dósir niðursoðnir tómatar
6 msk tóm­at­puré
3 msk hun­ang
2½ l vatn
5-6 ten­ing­ar nautakraft­ur
3 væn­ar bök­un­ar­kart­öfl­ur, skorn­ar í ten­inga
2 sætar kart­afla, skor­nar í ten­inga
4 dl rjómi
Salt og pip­ar eft­ir smekk og ögn af chil­idufti

Byrjið á að skera gúllasið í litla bita. Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pip­ar. Hitið stór­an pott við frem­ur háan hita og bræðið smjörið. Brúnið kjötið án þess að gegn­steikja það og setjið svo til hliðar.
Lækkið hit­ann og steikið lauk­inn í 10-15 mín­út­ur þannig að hann mýk­ist og breyti um lit. Paprikan steikt með. Bætið kjöt­inu aft­ur út í ásamt kryddinu og steikið aðeins áfram.
Setjið tóm­at­puré sam­an við ásamt krafti, tómöt­um, hun­angi og vatni og hleypið suðunni upp. Flysjið kart­öfl­urn­ar á meðan suðan er að koma upp og bætið þeim svo út í. Látið súp­una sjóða í 30 mín­út­ur. Lækkið þá hit­ann, bætið rjóm­an­um út í og smakkið til með salti og pip­ar.
Látið súp­una malla við væg­an hita und­ir loki í 2-4 tíma. Því leng­ur því betra. Berið fram með brauði, sýrðum rjóma og stein­selju.

Ofan á ef vill: Ferskt kóriander og sýrður rjómi – borið fram með snittubrauði og smjöri. Uppskriftin er fyrir 6-8 manns.

Tiramisúið hennar mömmu

Tiramisúið hennar mömmu

300 g rjómaostur
3 egg
1 1/4 dl sykur
2 1/2 dl rjómi – þeyttur
3/4 dl Tia Maria líkjör
1 1/2 dl sterkt kaffi
2 pk. fingurkökur (Lady fingers)

Þeytið egg og sykur vel saman og bætið þeytta rjómanum út í. Hrærið rjómaosturinn mjúkan og blandið vel saman við.
Blandið líkjör og kaffi saman og dýfið fingurkökunum í vökvann. Kökunum og ostakreminu er síðan raðað þannig að þrjú lög eru af hvoru á víxl. Loks er kakói stráð yfir og kakan kæld í ískáp, helst yfir nótt.
Mjög góð og einföld útgáfa af þessum vinsæla eftirrétti.

Sigrún og Albert

.

 SÚPUR — LISTAHÁSKÓLINNSIGRÚN SVEINS TIRAMISUÍTALÍA

— HIMNESK ÍTÖLSK GÚLLASSÚPA OG TIRAMISU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.