Veislustjórar verða stundum að segja NEI!
Setjum ekki veislustjóra í þá erfiðu aðstöðu að óska eftir því þegar veislan er byrjuð að vilja þá koma fram. Segja „bara örfá orð”, taka BARA nokkur lög eða annað slíkt. Öðru máli gegnir ef fólk setur sig í samband við veislustjóra með góðum fyrirvara og óskar eftir að verða sett á dagskrá. Veislustjóri verður að hafa það leyfi að mega ákveða á staðnum að afþakka óundirbúin og óæfð skemmtiatiði, ræður, leiki eða annað. Kannski hljómar þetta hrokafullt í einhverra eyrum en hver hefur ekki heyrt um fólk sem hefur farið upp í veislum og skandalíserað svo herfilega að það er rifjað upp mörgum árum seinna?
.