Franski grafreiturinn á Fáskrúðsfirði

 

la croix du calvaire du cimetiére de Faskrudsfjordur Carantec le fjord des marins français de l’est islandais pêcheurs français en islande d’Islande islande Jean og Ninie Foll frá Carantec Oliver Créach frakkar frakkneskir fiskimenn fransmenn gröf fransmannagrafir krossar Búðir róðukross Franski grafreiturinn á Fáskrúðsfirði Le 3 juillet 2004, Jean et Ninie Foll, de Carantec (Finistère) ont visité le musée.  Le grand-père de Jean, Olivier Créach, était un marin en Islande et il repose au cimetière ici.  Jean a laissé ces trois lettres d’Olivier à sa femme.  La petite fille (“qui a un an bientôt”) est la mère de Jean.
Franski grafreiturinn á Fáskrúðsfirði

Franski grafreiturinn á Fáskrúðsfirði

Niður undir sjó í mel rétt fyrir utan þorpið á Fáskrúðsfirði er franskur grafreitur. Þrátt fyrir mótmæli sóknarprestsins á Kolfreyjustað hófu fransmenn að jarða landa sína þarna á nítjándu öld, fyrst í óvígðum reit. Vitað er um grafir 49 sjómanna en eflaust eru þær fleiri.

FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENN

.

Oliver Créach
Íslandssjómaðurinn Oliver Créach

Þó margt sé eftirminnilegt á öllum þeim árum sem ég rak safnið Fransmenn á Íslandi er eitt atvik sem stendur uppúr:

Sumarið 2004 komu frönsk hjón færandi hendi, Jean og Ninie Foll frá Carantec. Afi mannsins var sjómaður á Íslandsmiðum. Hann veiktist illa, lá banaleguna á Fáskrúðsfirði og lést þar í maí 1898. Franski sjómaðurinn hét Oliver Créach og var jarðsettur í Franska grafreitnum. Þau hjónin komu með síðustu bréfin sem hann sendi heim, með bréf skipstjóra hans sem sagði frá andlátinu og jarðarförinni, myndir af afanum og fleira. Litla stúlkan sem hann spyr um í bréfunum, er móðir Jeans.

Oliver Créach
Nafn Oliver Créach er sjötta neðsta nafnið

Þetta var afar tilfinningaþrungin stund og sárt að sjá þennan fullorðna mann fella tár á þeim stað sem afi hans bar beinin

Cherbourg 9. apríl 1891

Kæra eiginkona! Takk fyrir bréfið, það gladdi mig að frétta að þú værir við góða heilsu, mér líður líka ágætlega í augnablikinu og ég óska þess að bréfið hitti þig fyrir í sama ástandi og þegar það fór.

Kæra eiginkona, ég legg af stað á laugardagseftirmiðdaginn, svo ég kveð þig í bili.  Ég bið þig um að faðma litlu stúlkuna fyrir mig og líka Louis, berðu öllum kveðju mína, því við erum víst að fara í kalt og nöturlegt land og höfum lélegan skipstjóra.

Kæra eiginkona, ég sendi þér bretónskan hatt á sunnudaginn, þú þarft bara að fara til Morlaix til að ná í hann.  Mig langar að vita hvort þú varst boðin með Louis frænda þínum í mat. 

Kæra eiginkona, skrifaðu mér nú oft og settu frímerki með 5 sous á þau. Í bili  man ég ekki eftir fleiru til að segja þér frá, nema hvað mig langar að vera á leiðinni heim.  Skrifaðu mér oft þó ég geti það ekki, berðu öllum kveðju mína.  Ég lýk þessu bréfi þá með því að segja þér að ég hætti ekki að elska þig og ég faðma þig af öllu hjarta.

Þinn eiginmaður, Créach Olivier.

Hér er svo utanáskriftin til mín: Créach Olivier, Quartier Maître Canarin à bord du Chateaurenault, Station d’Islande.

Skrifaðu mér fréttir að heiman.

Créach Olivier

Sjáumst sem allra fyrst.

Leith 19. apríl 1891

Kæra eiginkona! Takk fyrir þitt elskulega bréf.  Það gladdi mig að frétta að þú ert við góða heilsu, eins og ég, því mér líður ágætlega sem stendur, þökk sé guði.  Ég vona að þetta bréf mitt hitti þig fyrir í sama ástandi og þegar það fór. 

Kæra eiginkona, ég bið þig um að faðma þá litlu fyrir mig og að bera öllum kveðju mína, einnig Louis.  Er hann orðinn hressari?

Kæra eiginkona, þú sagðir að þú hefðir aðeins notað 79 franka, en þú hefur enn 30 eða 29 franka til að nota.  Mig langar að fá fréttir að heiman og líka hvort eitthvað sé að frétta af Alexandrine.  Við förum á miðvikudaginn 22. frá Leith, við erum í Englandi og svo förum við til Íslands.  Við höfum fengið gott veður hingað til, en nú förum við að yfirgefa landið. 

Ég lýk þá þessu bréfi með því að faðma þig af öllu hjarta.

Þinn eiginmaður Créach Olivier, vona að ég sjái þig sem fyrst.  Skrifaðu mér oft og fréttir að heiman.  Alltaf á sömu utanáskrift.

Créach.

Ég ætla að skrifa Jean Marie.

Reykjavík 15. maí 1891

Kæra eiginkona! Ég ætla að skrifa þér nokkur orð til að segja þér að allt gengur vel í bili, þökk sé guði, og ég vona að þetta bréf mitt hitti þig fyrir í sama ástandi og þegar það fór, það yrði mér til mestu gleði og uppfyllingar óska minna.

Kæra eiginkona, ég er orðinn órólegur að fá ekki fréttir af þér, nú er kominn mánuður síðan ég hef heyrt nokkuð frá þér.

Kæra eiginkona, ég bið þig um að faðma þá litlu fyrir mig og að bera öllum kveðju mína.  Ég hugsa að sú litla sé farin að ganga sjálf, núna þegar hún er að verða eins árs.  Mig langar svo að fá fréttir að heiman. 

Kæra eiginkona, við erum í ósköp nöturlegu landi, það er kalt og það snjóar upp á hvern dag, og þar að auki er aldrei nótt; kl. 11 á kvöldin er bjart og líka kl. 1 á næturnar.  Ég verð að segja að mig er farið að langa óskaplega heim, okkur líður mjög illa sem stendur. 

Ég man ekki eftir fleiru að segja þér í bili, nema ég vona að þú látir þér líða vel.  Skrifaðu mér oft á sömu utanáskrift.  Ég hef þetta þá ekki lengra, en faðma þig í huganum. 

Créach, Olivier. 

Sjáumst sem allra fyrst.

Créach.

Kross á leiði Oliver Créach í Franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði

Fáskrúðsfirði (Austurlandi), 19. maí 1891

Skipherrann, yfirmaður Íslandsdeildarinnar og beitiskipsins Le Châteaurenault til bæjarstjórans í Carantec (Finistère).

Herra bæjarstjóri

Hér með tilkynnist að látinn er Olivier Créach, á “Châteaurenault”.  Hann lést í gærmorgun 18. maí, kl. 2.45, þegar skipið var í Fáskrúðsfjarðarhöfn (Austurlandi).

Eiginkona hins látna, Yvonne Castel, bjó skv. síðustu heimildum í sveitarfélagi yðar.  Hafi lögheimili verður breytt, bið ég yður að tilkynna hvað gerst hefir til yfirmanns Sjóliðaskráningarinnar í Morlaix, þar sem hinn látni var skráður undir F.731 nr. 1.461.  Yfirmaðurinn hefur möguleika á að finna frú Créach og gæti því tilkynnt henni um lát eiginmanns hennar.  

Þegar þér færið ekkju Créach þessar döpru fréttir af þeirri nærgætni sem reynsla yðar og góðvilji býður yður, bið ég yður að segja henni að eiginmaður hennar varð bráðkvaddur, í hvílu sinni, að öllum líkindum úr heilablóðfalli.  Dagana á undan kvartaði hann um niðurgang, sem skv. skoðun hafði nokkurn veginn gengið til baka tveimur dögum áður og algerlega er hann lést.  Í nokkra daga hafði hann verið undanþeginn næturvöktum vegna veikinda sinna.  Daginn áður, í eftirmiðdaginn, hafði hann verið við veiðar ásamt nokkrum öðrum af áhöfninni.  Ekkert benti til að dauðinn nálgaðist.

Hinn látni hafði vakið athygli skipstjóra síns og annarra yfirmanna fyrir kappsemi, gott skaplyndi og einstakan dugnað.  Ég bið yður, herra bæjarstjóri, að færa ekkjunni dýpstu samúðarkveðjur mínar og allra í áhöfninni, sem öllum þótti ákaflega vænt um hann.  

Um leið bið ég yður að láta hlutaðeigandi vita um fjárhagsreikninginn og innihald meðfylgjandi tösku.  – Hún getur vitjað um stöðu reikningsins í Morlaix stöðinni.  Hvað varðar töskuna, bið ég hana um að láta mig vita nákvæmt heimilisfang ef á að senda hana, eða hvort hún vill fá afhent andvirði hennar.  Kjósi hún andvirðið, býð ég töskuna til sölu meðal áhafnarinnar og læt færa andvirðið inn á fjárhagsreikninginn.  – Gjörið svo vel að segja ekkjunni að í töskunni voru 13.25 frankar til viðbótar við annað innihald.

Með samúðarkveðjum,

herra bæjarstjóri,

Hr. Littray, Sjómannaþjónustunni

P.S. Jarðsetningin fór fram eftir hádegi í dag í kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði, hinum látna var fylgt af félögum sínum, skipherranum og yfirmönnum. – Áhöfnin mun láta gera kross til að setja á gröfina.

Ekkjan er beðin um að láta vita hvað hún vill gera í sambandi við tösku hins látna með bréfi til “Chateaurenault”, í Leith í Skotlandi, í síðasta lagi í byrjun júlí:  Berist til skipherrans á “Chateaurenault”, M. Klaiden, stjórnsýsluskr.st.

 

Le 3 juillet 2004, Jean et Ninie Foll, de Carantec (Finistère) ont visité le musée.  Le grand-père de Jean, Olivier Créach, était un marin en Islande et il repose au cimetière ici.  Jean a laissé ces trois lettres d’Olivier à sa femme.  La petite fille (“qui a un an bientôt”) est la mère de Jean.

Cherbourg Le 9 Avril 1891

Chère femme

Je répond à ta lettre qui m’a fait beaucoup de plaisir apprenant que tu es toujours en bonne santé ainsi que moi, je me porte très bien pour le moment et je désire que ma présente lettre t’arrive à la même disposition qu’elle m’a quittée.

Chère femme, je t’annonce que je pars samedi dans l’après-midi ainsi chère femme je te dis au revoir pour le moment.  Je te prie d’embrasser la petite fille pour moi ainsi que Louis et de faire mes compliments à tout le monde, car je crois que nous allons faire une campagne de misère, nous allons dans les pays froids et puis nous avons un mauvais  commandant.

Chère femme, je t’ai expédié un caban dimanche, tu n’as qu’à aller à Morlaix le prendre.  Je te demande si tu avais été invitée avec ton oncle Louis pour aller souper.  Chère femme je te prie de m’écrire souvent et tu me mettras des timbres de 5 sous dessus.  Pour le moment je ne vois rien d’autre à te dire que j’ai envie d’être de retour.  Écris-moi souvent car moi, je ne pouvais pas le faire, mes compliments à tout le monde.  Je finis ma lettre sans finir de t’aimer et je t’embrasse de tout mon cœur.

Ton Mari Créach Olivier.

Voici mon adresse

Je te demande les nouvelles du pays.

Créach Olivier

Au revoir le plus tôt possible.

Eule 24 avril 1891

Leith Le 19 Avril 1891

Chère femme

Je répond à ton aimable lettre qui m’a fait bien plaisir apprenant que tu es en bonne santé ainsi que moi je me porte très bien pour le moment. Dieu Merci et je désire que ma présente lettre t’arrive à la même disposition qu’il ma qu’elle m’a quittée.

Chère femme, je te prie d’embrasser la petite pour moi et de faire mes compliments à tout le monde et en même temps à Louis.  Je te demande s’il va mieux pour le moment.

Chère femme, tu me dis que tu n’avais touché que 79fr mais tu as encore 30 ou 29 fr à toucher.  Je te demande les nouvelles du pays et en même temps s’il n’y a rien de nouveau avec Alexandrine.  Je te dis que nous partons le mercredi le 22 de Leith, nous sommes en Angleterre, et nous partons pour Islande.  Nous avons eu beau temps jusqu’à présent, mais j’ai hâte que la campagne finisse pour le moment.  Je ne vois rien d’autre à te dire que de souhaiter le bonjour à tout le monde.  Je finis ma lettre en t’embrassant de tout mon cœur.

Ton Mari Créach Olivier au revoir le plutôt possible.  Écris moi souvent et les nouvelles de pays.  Toujours la même adresse.

Créach

Je vais écrire à Jean-Marie.

Reykjavík Le 15 Mai 1891

Chère femme

Je t’écris quelque mots pour te donner de mes nouvelles qui sont très bonnes pour le moment Dieu Merci et je désire que ma présente lettre t’arrive à la même disposition qu’elle m’a quittée serait pour ma plus grande joie et satisfaction en ce monde.

Chère femme, je suis déjà ennuyé de ne pas recevoir de tes nouvelles; voilà un mois que je n’ai pas reçu de tes nouvelles.

Chère femme, je te pris d’embrasser la petite pour moi et de faire mes compliments à tout le monde.  Je pense que la petite marche seule maintenant voilà qu’elle a un an bientôt.  Je te demande en même temps les nouvelles du pays.  Chère femme, je dis que nous sommes dans un triste pays, il fait très froid et il tombe la neige tous les jours, et puis il ne fait jamais nuit; à 11 h du soir il fait jour et à 1 h du matin en même temps pour ainsi il n’y a pas de nuit.  Je te dis que j’ai bien hâte de retourner à la maison car nous sommes mals pour le moment.  Je ne vois pas d’autre chose à te dire pour le moment que de bien t’amuser surtout s’il fait beau temps, écris-moi souvent toujours à la même adresse.  Je finis ma lettre en t’embrassant de tout mon cœur.  Créach Olivier

Au revoir le plus tôt possible.   Créach

Uppdráttur og þekktir legstaðir í grafreitnum
Franski grafreiturinn á Fáskrúðsfirði
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.