Himnesk súkkulaðikaka

Himnesk súkkulaðiterta súkkulaðikaka terta kaka súkkulaði besta signý jóna hreinsdóttir
Himnesk súkkulaðiterta

Himnesk súkkulaðikaka

Uppskriftin, sem kemur frá Signýju Jónu Hreinsdóttur, birtist í dagblaði fyrir nokkrum árum og er algjörlega skotheld og slær alltaf í gegn.

SÚKKULAÐITERTUR

.

Himnesk súkkulaðikaka

1 dl sterkt lagað kaffi
100 g hrásykur
100 g sykur
200 g smjör
300 g suðusúkkulaði í bitum (má vera 70%)
4 egg
1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri saman við og bræðið allt saman á vægum hita þannig að blandist vel.
Hrærið eggjum vel saman við blönduna. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið lausbotna kökuform (u.þ.b. 22 cm í þvermál) með bökunarpappír. Hellið blöndu í formið og bakið kökuna í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kakan er frekar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeyttan rjóma fram með henni.

FLEIRI TERTUUPPSKRIFTIR

.

Boðið var upp á himneska súkkulaðiköku í matarboði Guðrúnar Hörpu og Erlendar.

SÚKKULAÐITERTUR

— HIMNESK SÚKKULAÐITERTA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grilluð samloka

Grilluð samloka

Grilluð samloka. Bragðgóð og holl samloka sem gott er að grípa til þegar hungrið segir til sín. Auðvitað má nota grænt pestó á báðar sneiðarnar eða þá rautt pestó á báðar.

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015

Mest skoðað árið 2015 - TOPP TÍU. Gleðilega hátið kæru vinir! Hefð er fyrir því um áramót að horfa um öxl. Mikið er ég þaklátur fyrir mikla umferð um síðuna sem hefur verið alveg frá upphafi, daglega skoða nokkur þúsund manns síðuna. Helsta breytingin í ár er að fyrir aðventuna kom hnappur með jólauppskriftunum og í upphafi næsta árs kemur hnappur sem heitir borðsiðir. Meira um það síðar.

Grannvaxnir og samanreknir menn

D.C.Jarvis

Grannvöxnum mönnum er fremur hætt við sjúkdómum á vorin. Þess vegna ættu grannir menn að hafa sérstaka gát á mataræði sínu á vorin. Þeir ættu að gæta þess að sofa nóg og varast ofreynslu.