Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée

Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée ragnheiður lilja bjarnadóttir páll bergþórsson ari fossdal akureyri þelamerkurskóli skólastjóri fiskur vasabi sætar franskar kartöflur
Ofnbakaður vasabíhlýri

Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée

Mikið kann ég alltaf vel við fólk sem brettir upp ermar, býður í mat með litlum fyrirvara og finnst það ekkert mál. Þannig var með Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur sem bauð okkur heim til sín í mat. Að vísu var hún ekki alveg ein í þessu, naut dyggrar aðstoðar unnustans. Í Fiskkompaníinu á Akureyri og fengu þau vasapímaríneraðan hlýra sem þau elduðu í ofninum. Með honum var borið fram smjörsteikt brokkolí, sætar kartöflur í ofni með salti og garðablóðbergi, salat (að hluta til úr garðinum) og rúgbrauð með smjöri og piparsósa.

#sumarferðalag3/15FISKURSKYRRAGNHEIÐUR LILJA — PÁLL BERGÞÓRSSON

.

Skyr-Crème brûlée

Skyr-Crème brûlée

Eftirrétturinn var einfaldur og alveg sérlega ljúffengur. Í grófum dráttum er aðferðin þessi: Dökkt Hraun mulið í botninn, þeyttum rjóma og Crème brûlée skyri blandað saman við hann. Blandan sett ofan á Hraunið og kælt. Fersk ber ofan á og svolítil karamellusósa á toppinn
„Ég notaði 3 skyrdósir á móti 1/2 ltr af rjóma (þeyttum)
Ég smakkaði þetta hjá vinafólki en mig minnir að þau hafi fundið uppskriftina á mommur.is” segir Ragnheiður Lilja

Páll Bergþórsson, Ragnheiður Lilja og Ari Fossdal. Páll er ömmubróðir Ragnheiðar Lilju

#sumarferðalag3/15FISKURSKYRRAGNHEIÐUR LILJA — PÁLL BERGÞÓRSSON

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Frönsk möndlukaka – ekta frönsk ömmu-möndlukaka, mjög klassísk

Fronsk mondlukaka

Frönsk möndlukaka Heba Eir kom með tertu í vinnuna sem hún bakaði eftir uppskrift franskrar ömmu sinnar - franskar ömmur kunna þetta. Ætli megi ekki segja að þetta sé ekta frönsk ömmu-möndlukaka - mjög klassísk "gateau de mamie" eins og sítrónu/jógúrtkaka og sandkökur. Hún er oft borðuð á jólum, þessi möndlukaka en hæfir þó við öll tilefni. Kakan er virkilega einföld og gómsæt fyrir utan hvað þetta er glæsileg kaka! Við emjuðum svo góð var möndlukakan franska :)

Grænkálssúpa

Grænkálssúpa. Það tók sléttar fimm mínútur að útbúa kvöldmatinn, alveg satt. Til fjölda ára starfaði ég sem blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni tók ég viðtal við konu....

Gúrkusalat

Gúrkusalat. Í Þýskalandi er algengt að útbúa grænmetissalat út einni tegund grænmetis. T.d. radísum, gulrótum, kartöflum og gúrkum. Uppistaða dressinganna í þessum salötum er yfirleitt edik, olía, rjómi og krydd.