Í kaffi hjá Kristjáni og Rögnu á Laugum

Kristján guðmundsson kristján og ragna raufarhöfn ragna heiðbjört þórisdóttir laugar reykjadalur kaffiboð
Páll, Albert, Kristján og Ragna

Í kaffi hjá Kristjáni og Rögnu á Laugum

Í Reykjadalnum búa Kristján og Ragna. Hún er borgarbarn en hann er frá Raufarhöfn og bæði starfa þau við Framhaldsskólann á Laugum. Í fjölskyldu minni grínumst við stundum með lífið fyrir Kristján og lífið eftir að við kynntumst Kristjáni því það eru alltaf líflegar og skemmtilegar umræður þegar við hittumst og óspart hlegið.
Á ferðalagi okkar um landið var komið við í Reykjadalnum eins og alltaf. Þau voru nýkomin heim frá útlöndum en slógu upp veislu, það er galdur með litlum fyrirvara. Rúgbrauð með egg og síld rann ljúflega niður ásamt pastarétti með túnfiski, heimabökuðu brauði og gæða appelsínumarmelaði og sultu.

KRISTJÁN OG RAGNA — #sumarferðalag4/15 — RÚGBRAUÐ
Á síðunni eru nokkrar uppskriftir frá Kristjáni og Rögnu komnar:

Sætkartöflusúpa Rabarbara- og jarðarberjadrykkur Bláberjapæ — Heit súkkulaðiterta

.

Albert, Ragna, Kristján, Bergþór og Páll
Albert, Ragna, Kristján, Bergþór og Páll

— Í KAFFI HJÁ KRISTJÁNI OG RÖGNU Á LAUGUM —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum

Bananabrauðið á Þorgrímsstöðum. Í góða veðrinu í sumar vann ég á sumarhóteli á þorgrímsstöðum í Breiðdal. Reglulega var bakað bananabrauð sem ég tengi beint við dvölina í sveitasælunni. Oftar en ekki gúffuðum við í okkur nýbakað brauðið með smjöri sem bráðnaði á sneiðinni.

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu

Þórhildur Helga og Bogi bjóða til veislu. Gestabloggaraleikurinn heldur áfram, nú eru það heiðurshjónin Þórhildur Helga og Bogi sem buðu heim og héldu matarboð. Auk okkar Bergþórs buðu þau öðrum vinahjónum Hildigunni og Helga. Helga og Bogi gáfu sér góðan tíma í undirbúninginn eins og fram kemur hér að neðan. Hreindýracarpaccio var silkimjúkt og bragðgott. Lerkisveppina í aðalréttinn tíndu þau síðasta haust, söxuðu niður og frystu, mjög góður kjúklingaréttur. Eftirrétturinn er hliðarútgáfa af Tiramisu. Þessi er með portvíni og súkkulaði yfir. Óskaplega gott og borðaður upp til agna.

Downton Abbey sítrónukjúklingur

DowntonAbbey SítrónukjúklingurSítrónukjúklingur IMG_1451

Downton Abbey sítrónukjúklingur. Það kemur kannski ekki svo á óvart að til eru nokkrar matreiðslubækur með réttum úr hinum stórgóðu þáttum Downton Abbey. Hér á bæ er búið að liggja yfir uppskriftum úr þáttunum og prófa fjölmargar.

Tómatsalsa

Tomatar

Tómatsalsa. Salsa mun vera sósa á spænsku. það er eins með tómatsalsa og margt annað - er til í óteljandi afbrigðum. Þessi uppskrift er upphaflega frá Ítalíu. Tómatsalsa er best að setja ofan á niðurskorið baguette (helst súrdeigs og má í raun vera hvaða afgangs súrdeigs hveitibrauð sem er) sem er búið að strjúka með hvítlauk (hverja sneið, best að setja á kantana), létt olíubera og grilla á sitt hvorri hliðinni þar til það er orðið gullið