Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée

Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée ragnheiður lilja bjarnadóttir páll bergþórsson ari fossdal akureyri þelamerkurskóli skólastjóri fiskur vasabi sætar franskar kartöflur
Ofnbakaður vasabíhlýri

Ofnbakaður vasabíhlýri og skyr-Crème brûlée

Mikið kann ég alltaf vel við fólk sem brettir upp ermar, býður í mat með litlum fyrirvara og finnst það ekkert mál. Þannig var með Ragnheiði Lilju Bjarnadóttur sem bauð okkur heim til sín í mat. Að vísu var hún ekki alveg ein í þessu, naut dyggrar aðstoðar unnustans. Í Fiskkompaníinu á Akureyri og fengu þau vasapímaríneraðan hlýra sem þau elduðu í ofninum. Með honum var borið fram smjörsteikt brokkolí, sætar kartöflur í ofni með salti og garðablóðbergi, salat (að hluta til úr garðinum) og rúgbrauð með smjöri og piparsósa.

#sumarferðalag3/15FISKURSKYRRAGNHEIÐUR LILJA — PÁLL BERGÞÓRSSON

.

Skyr-Crème brûlée

Skyr-Crème brûlée

Eftirrétturinn var einfaldur og alveg sérlega ljúffengur. Í grófum dráttum er aðferðin þessi: Dökkt Hraun mulið í botninn, þeyttum rjóma og Crème brûlée skyri blandað saman við hann. Blandan sett ofan á Hraunið og kælt. Fersk ber ofan á og svolítil karamellusósa á toppinn
„Ég notaði 3 skyrdósir á móti 1/2 ltr af rjóma (þeyttum)
Ég smakkaði þetta hjá vinafólki en mig minnir að þau hafi fundið uppskriftina á mommur.is” segir Ragnheiður Lilja

Páll Bergþórsson, Ragnheiður Lilja og Ari Fossdal. Páll er ömmubróðir Ragnheiðar Lilju

#sumarferðalag3/15FISKURSKYRRAGNHEIÐUR LILJA — PÁLL BERGÞÓRSSON

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.