Íslensk kjötsúpa í Grímsey

Kolbrún Harðardóttir Óli Grímsey breiðafirði rófur kartöflur kjöt lambakjöt súpa upphituð breiðafjörður kjötsúpa íslensk edda björgvinsdóttir
Kolbrún og Albert skála í vatni yfir kjötsúpunni góðu

Íslensk kjötsúpa í Grímsey

Á matarmarkaði í Mosfellsbæ hitti ég Kolbrúnu Harðardóttur. Eftir stutt spjall var hún búin að bjóða okkur út á Breiðafjörð í Grímsey. „ég læt sækja ykkur í Stykkishólm á mánudaginn” Við lögðum í hann á mánudaginn með Eddu Björgvins með nesti og kaffi á brúsa. Gunnar og Eyrún skutluðu okkur út í Grímsey og á leiðinni var fuglalífið skoðað í einum fallegasta og heitasta degi sumarsins. Í Grímsey tóku á móti okkur Kolbrún og Ólafur og buðu upp á leiðsögn um eyjuna og upphitaða kjötsúpu á eftir. Kolbrún segist ekki alltaf nota súpujurtir í kjötsúpuna en alltaf vel af blaðlauk.

KJÖTSÚPURÍSLENSKT SÚPUR — GRÍMSEYMOSFELLSBÆREDDA BJÖRGVINS

.

Kolbrún, Albert, Bergþór og Edda gæða sér á kjötsúpunni

Kjötsúpa

2 kg lambakjöt á beini
400 g rófur
400 g kartöflur
200 g gulrætur
1 lítill laukur
15 cm blaðlaukur
3-4 msk súpujurtir
salt og pipar

Skerið rófur og kartöflur gróflega niður og lauk og blaðlauk smærra. Setjið allt í pott ásamt vatni svo fljóti vel yfir. Látið suðuna koma upp, fleytið ofan af, lækkið undir og látið sjóða í amk einn og hálfan klukkutíma.

FLEIRI SÚPUR

.

Rammíslensk kjötsúpa

.

 SÚPUR — GRÍMSEYMOSFELLSBÆREDDA BJÖRGVINS

— ÍSLENSK KJÖTSÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hótel Húsafell – unaðsreitur og bragðgóður matur

Hótel Húsafell - unaðsreitur og bragðgóður matur. Það þarf ekki að fara til útlanda til að leita sér upplyftingar í skammdeginu. Hótel Húsafell er friðsæll unaðsreitur í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborginni. Þar er dásamlegt að busla í lauginni, fara í heita pottinn og horfa á norðurljós í kyrrðinni, skella sér svo (nakinn) í snjóinn og í heita sturtu.

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Rabarbarapæ með rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti. Gaman að segja frá því að Rabarbarapæið fræga hefur fengið upplyftingu. Sumarútgáfan í ár er með einu litlu epli, kókosmjöli og góðum slatta af Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus. Ég legg ekki meira á ykkur.

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.