Íslensk kjötsúpa í Grímsey

Kolbrún Harðardóttir Óli Grímsey breiðafirði rófur kartöflur kjöt lambakjöt súpa upphituð breiðafjörður kjötsúpa íslensk edda björgvinsdóttir
Kolbrún og Albert skála í vatni yfir kjötsúpunni góðu

Íslensk kjötsúpa í Grímsey

Á matarmarkaði í Mosfellsbæ hitti ég Kolbrúnu Harðardóttur. Eftir stutt spjall var hún búin að bjóða okkur út á Breiðafjörð í Grímsey. „ég læt sækja ykkur í Stykkishólm á mánudaginn” Við lögðum í hann á mánudaginn með Eddu Björgvins með nesti og kaffi á brúsa. Gunnar og Eyrún skutluðu okkur út í Grímsey og á leiðinni var fuglalífið skoðað í einum fallegasta og heitasta degi sumarsins. Í Grímsey tóku á móti okkur Kolbrún og Ólafur og buðu upp á leiðsögn um eyjuna og upphitaða kjötsúpu á eftir. Kolbrún segist ekki alltaf nota súpujurtir í kjötsúpuna en alltaf vel af blaðlauk.

KJÖTSÚPURÍSLENSKT SÚPUR — GRÍMSEYMOSFELLSBÆREDDA BJÖRGVINS

.

Kolbrún, Albert, Bergþór og Edda gæða sér á kjötsúpunni

Kjötsúpa

2 kg lambakjöt á beini
400 g rófur
400 g kartöflur
200 g gulrætur
1 lítill laukur
15 cm blaðlaukur
3-4 msk súpujurtir
salt og pipar

Skerið rófur og kartöflur gróflega niður og lauk og blaðlauk smærra. Setjið allt í pott ásamt vatni svo fljóti vel yfir. Látið suðuna koma upp, fleytið ofan af, lækkið undir og látið sjóða í amk einn og hálfan klukkutíma.

FLEIRI SÚPUR

.

Rammíslensk kjötsúpa

.

 SÚPUR — GRÍMSEYMOSFELLSBÆREDDA BJÖRGVINS

— ÍSLENSK KJÖTSÚPA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.