Sumarlegt salat og Pavlova hjá Ásthildi bæjarstjóra og Hafþóri

Sumarlegt salat Ásthildar bæjarstjóra ásthildur sturludóttir bæjarstjóri akureyri Hafþór salat grænmeti gott hollt dressing pavlova góð sósa súkkulaðisósa dumble hollt fljótlegt
Sumarlegt salat Ásthildar bæjarstjóra

Sumarlegt salat og Pavlova hjá Ásthildi bæjarstjóra og Hafþóri

Það er nú ekki lognið í kringum Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri, ætli megi ekki segja að það gusti af henni hlýr vestan vindur. Hún ræktar grænmeti af miklum dugnaði og uppistaðan í þessu salati var ræktað í garðinum þau hjónin eru bæði afar myndarleg í öllu sínu, auk þess að stjórna stóru sveitarfélagi, prjónar og saumar og Hafþór er sannkallaður völundur. Þegar vantaði eldhúsborð tók hann sig til og smíðaði það sjálfur úr gæðaviði.

☀️

#sumarferðalag15/15 — SALÖTAKUREYRIPAVLOVURÁSTHILDUR

☀️

Ásthildur hellir dressingu yfir salatið

Salatblöð (blanda af spínati, lollorosso, boston lettuce, basil og steinselju), pikkolotómatar (einn baukur), 2 avokado, einn pakki sykurbaunir (steiktar léttilega á pönnu), grilluð paprika (og hýðið tekið af á eftir), lúka bláber, lúka baunaspírur, 1/2 granatepli, nokkur jarðaber. 500 g kjúklingabringur kryddaðar með tandoorikryddi og steiktar í olíu á pönnu. Hnetur yfir.

Dressing: olía, balsamedik, dijon sinnep, hunang, salt og pipar. Þeytt saman.

Pavlova
Yfir Pavlovuna fór sósa úr Dumle súkkulaði og rjóma

☀️

#sumarferðalag15/15 — SALÖTAKUREYRIPAVLOVURÁSTHILDUR

— SUMARLEGT SALAT OG PAVLOVA —

☀️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.