Auglýsing
Heimagert súrdeigsbrauð með kúmen og rósmarín
Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Með tómatsúpu í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var súrdeigsbrauðhleifur sem var, satt best að segja, aðeins of góður því gestirnir voru sammála um að erfitt væri að hemja sig.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín (uppskrift fyrir tvö meðalstór brauð)

1200 g hveiti
750 ml vatn
350 g súrdeigsgrunnur
35 g sjávarsalt
1 teskeið rósmarín
1 teskeið kúmenfræ

Blandið hveiti, vatni og súrdeigsgrunni saman í skál þannig að allt hveitið blandist vel.
Látið standa með röku viskastykki ofan á skálinni í 30 mín til 1 klst.
Þetta ferli kallast autolyse og kemur hefuninni af stað og auðveldar hnoðunina.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið saltið og kryddin í deigið og hnoðið áfram í u.þ.b. 10-15 mín.
Deigið ætti að vera frekar klístrað, en reynið að ná því í kúlu og setjið í hreina skál.
Leggið rakt viskastykki yfir og látið hefast í 3-4 tíma eða þangað til deigið hefur stækkað um tæplega helming.
Takið deigið varlega úr skálinni og mótið það í kúlu (gott að horfa á myndbönd á youtube um sourdough bread shaping).
Setjið deigið á hvolf í hefunarkörfu eða skál með viskastykki ofan í með hveiti svo að deigið festist ekki.
Látið hefast í kæli yfir nótt eða við herbergishita í u.þ.b. 4 klst.
Stillið ofninn á 250° og látið pottinn sem baka skal í hitna með ofninum.
Takið deigið varlega úr hefunarkörfunni og setjið í heitan pottinn.
Gott er að skera með rakvélarblaði ofan á deigið, það er gert til að hleypa lofti úr deiginu þegar það bakast, en einnig fyrir útlitið.
Bakið í pottinum með loki á við 250°C í 20 mínútur. Takið síðan lokið af pottinum og bakið á 220°C í u.þ.b. 5-10 mín., eða þangað til brauðið er gyllt og örlítið byrjað að brenna.
Látið standa í a.m.k. 45 mín. áður en skorið er í brauðið.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Auglýsing