Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmen og rósmarín
Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín

Með tómatsúpu í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var súrdeigsbrauðhleifur sem var, satt best að segja, aðeins of góður því gestirnir voru sammála um að erfitt væri að hemja sig.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Heimagert súrdeigsbrauð með kúmeni og rósmarín (uppskrift fyrir tvö meðalstór brauð)

1200 g hveiti
750 ml vatn
350 g súrdeigsgrunnur
35 g sjávarsalt
1 teskeið rósmarín
1 teskeið kúmenfræ

Blandið hveiti, vatni og súrdeigsgrunni saman í skál þannig að allt hveitið blandist vel.
Látið standa með röku viskastykki ofan á skálinni í 30 mín til 1 klst.
Þetta ferli kallast autolyse og kemur hefuninni af stað og auðveldar hnoðunina.
Takið deigið úr skálinni, hnoðið saltið og kryddin í deigið og hnoðið áfram í u.þ.b. 10-15 mín.
Deigið ætti að vera frekar klístrað, en reynið að ná því í kúlu og setjið í hreina skál.
Leggið rakt viskastykki yfir og látið hefast í 3-4 tíma eða þangað til deigið hefur stækkað um tæplega helming.
Takið deigið varlega úr skálinni og mótið það í kúlu (gott að horfa á myndbönd á youtube um sourdough bread shaping).
Setjið deigið á hvolf í hefunarkörfu eða skál með viskastykki ofan í með hveiti svo að deigið festist ekki.
Látið hefast í kæli yfir nótt eða við herbergishita í u.þ.b. 4 klst.
Stillið ofninn á 250° og látið pottinn sem baka skal í hitna með ofninum.
Takið deigið varlega úr hefunarkörfunni og setjið í heitan pottinn.
Gott er að skera með rakvélarblaði ofan á deigið, það er gert til að hleypa lofti úr deiginu þegar það bakast, en einnig fyrir útlitið.
Bakið í pottinum með loki á við 250°C í 20 mínútur. Takið síðan lokið af pottinum og bakið á 220°C í u.þ.b. 5-10 mín., eða þangað til brauðið er gyllt og örlítið byrjað að brenna.
Látið standa í a.m.k. 45 mín. áður en skorið er í brauðið.

SÚRDEIGÝMSAR BRAUÐUPPSKRIFTIRSÚRDEIGSBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hjónabandssæla Gústu

IMG_4259IMG_4271

Hjónabandssæla Gústu.  Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar

Sæld mannsins er komin undir….

Til þess að vér getum haft not af matnum þurfum vér að geta melt hann. Gamall málsháttur segir, að sæld mannsins sé komin undir góðri meltingu, og er það að miklu leyti satt. Maga- og meltingarsjúkdómar hafa slæm áhrif á geð og glaðværð.
-Matreiðslubók. Fjóla Stefáns 1921

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave