Hnerri

Hnerri hnerrar hnerra
Hnerri

Hnerri

Þetur verið verulega hressandi að hnerra almennilega. Hnerri er ósjálfrátt viðbragð við ertingu slímhúðar í nefi. Við hnerrum til að hreinsa út ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum en um leið er hætta á að dreifa sýklum frá okkur ef hnerrinn er kröftugur og fer óhindraður út í loftið.

Sjálfur hnerra ég helst þegar ég sveifla piparstauknum helst of mikið. Já og í eina skiptið sem ég tók í nefið, þá hnerraði ég í hálfan dag. Varhugavert getur verið að bæla niður öflugan hnerra með því að halda fyrir munn og nef. Stundum eru aðstæður þannig að þær leyfa alls ekki hnerra. Flest kunnum við okkar aðferðir til að koma í veg fyrir hnerrann.

Nokkur atriði varðandi hnerra:
-vörumst að hnerra út í loftið, ekki viljum við dreifa bakteríum og öðru.
-hnerrum í olnbogabótina þegar það á við.
-sleppum því að halda lófanum fyrir munninum. Með höndunum snertum við fjölmargt og heilsum fólki.
-við borðhald getum við eiginlega ekki hnerrað í olnbogabótina, ekki í lófann og alls ekki út í loftið. Þá kemur bréfþurrka sér vel ef ekki er hægt að bæla niður hnerrann.

BORÐSIÐIR-KURTEISIGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIÍSLENSKT

— HNERRI —

👍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnífapörin á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar

Hnífapör á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar. Á meðan máltíð stendur yfir leggjum við hnífapörin eins og efri myndin sýnir, látum gaffalinn(tindana) snúa niður. Í lok máltíðar leggjum við hnífapörin saman eins og á neðri myndinni. Hvort tveggja er merki til þjónustufólks.

Bananaís – mjöööög góður

Bananaís. Sennilega einn hollasti réttur sem til er, þetta hljómar kannski einkennileg uppskrift, en trúið mér- ísinn er mjöööög góður

þið munuð ekki horfa banana sömu augum og áður eftir að hafa smakkað bananaísinn