Eplakaka Steinunnar

Steinunn júlíusdóttir eplakaka eplaterta epli bökuð epli súkkulaði marsipan eggjalaus
Eplakaka Steinunnar

Eplakaka Steinunnar

Steinunn vinkona mín sagði mér frá hennar upphalds köku sem hún bakar reglulega við miklar vinsældir. Auðvitað var hún til í að baka kökuna og deila uppskriftinni. Steinunn er kona sem tekur áskorunum, í Vinkvennakaffi hér á bæ fékk hún það verkefni að tala sí og æ um Boga Ágústsson fréttamann. Það gerði hún af stakri snilld, svo mikilli að enn er vitnað í dálæti hennar á Boga.

— EPLAKÖKURSTEINUNNVINKVENNAKAFFI

.

Albert og Steinunn

Eplakaka Steinunnar

3 epli, sneidd í litla bita, sett í eldfast fat, (24×24 cm)
ca150 g marsipan sneitt og lagt yfir eplin
100 g suðusúkkulaði saxað og sett yfir.
150 gr smjör,
150 gr hveiti og 100 gr sykur hrært saman og deigið svo mullið yfir eplin.
Bakað við 175°C í um 45 mín.
Það má breyta till og setja mintsúkkulaði eða hnetur eða bara það sem manni dettur í hug að setja yfir eplin.

.

Eplakaka Steinunnar

.

— EPLAKÖKURSTEINUNNVINKVENNAKAFFI

— EPLAKAKA STEINUNNAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Surimi salat

Surimisalat

Surimi salat. Litfagurt og bragðgott salat sem er gott með brauði, sem forréttur á salatblöðum eða með saltkexi í næsta saumaklúbbi. Surimi er fiskafurð upprunin í Asíu en hefur breiðst út um allan heim, einnig nefnt krabbalíki.

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Kökubæklingur Nóa Síríus 2017. Út er kominn kökubæklingur Nóa Síríus, sá tuttuguasti í röðinni. Mér hlotnaðist sá heiður að sjá um hann í ár. Það er bæði vandasamt og mikil áskorun að undirbúa bækling sem fer svo víða og stór hluti þjóðarinnar safnar og notar ár eftir ár. Fjölmargir lögðu hönd á plóg, gáfu góð ráð, smökkuðu og annað slíkt - kann ég öllum mínar bestu þakkir. Til að auka fjölbreytnina enn frekar var haldin uppskriftasamkeppni, úr mörgum uppskriftum voru þrjár valdar og fá sigurvegararnir góðgætiskörfur frá Nóa Síríus.