Auglýsing
Steinunn júlíusdóttir eplakaka eplaterta epli bökuð epli súkkulaði marsipan eggjalaus
Eplakaka Steinunnar

Eplakaka Steinunnar

Steinunn vinkona mín sagði mér frá hennar upphalds köku sem hún bakar reglulega við miklar vinsældir. Auðvitað var hún til í að baka kökuna og deila uppskriftinni. Steinunn er kona sem tekur áskorunum, í Vinkvennakaffi hér á bæ fékk hún það verkefni að tala sí og æ um Boga Ágústsson fréttamann. Það gerði hún af stakri snilld, svo mikilli að enn er vitnað í dálæti hennar á Boga.

— EPLAKÖKURSTEINUNNVINKVENNAKAFFI

Auglýsing

.

Albert og Steinunn

Eplakaka Steinunnar

3 epli, sneidd í litla bita, sett í eldfast fat, (24×24 cm)
ca150 g marsipan sneitt og lagt yfir eplin
100 g suðusúkkulaði saxað og sett yfir.
150 gr smjör,
150 gr hveiti og 100 gr sykur hrært saman og deigið svo mullið yfir eplin.
Bakað við 175°C í um 45 mín.
Það má breyta till og setja mintsúkkulaði eða hnetur eða bara það sem manni dettur í hug að setja yfir eplin.

.

Eplakaka Steinunnar

.

— EPLAKÖKURSTEINUNNVINKVENNAKAFFI

— EPLAKAKA STEINUNNAR —

.