Eplakaka Steinunnar
Steinunn vinkona mín sagði mér frá hennar upphalds köku sem hún bakar reglulega við miklar vinsældir. Auðvitað var hún til í að baka kökuna og deila uppskriftinni. Steinunn er kona sem tekur áskorunum, í Vinkvennakaffi hér á bæ fékk hún það verkefni að tala sí og æ um Boga Ágústsson fréttamann. Það gerði hún af stakri snilld, svo mikilli að enn er vitnað í dálæti hennar á Boga.
— EPLAKÖKUR — STEINUNN — VINKVENNAKAFFI —
.
Eplakaka Steinunnar
3 epli, sneidd í litla bita, sett í eldfast fat, (24×24 cm)
ca150 g marsipan sneitt og lagt yfir eplin
100 g suðusúkkulaði saxað og sett yfir.
150 gr smjör,
150 gr hveiti og 100 gr sykur hrært saman og deigið svo mullið yfir eplin.
Bakað við 175°C í um 45 mín.
Það má breyta till og setja mintsúkkulaði eða hnetur eða bara það sem manni dettur í hug að setja yfir eplin.
.
.
— EPLAKÖKUR — STEINUNN — VINKVENNAKAFFI —
.