Tómatsúpan sem toppar allar súpur

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt. Guðrún harpa erlendur elli tómatar góð súpa tómatsúpan
Tómatsúpan sem toppar allar súpur

TÓMATSÚPA

Í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var þessi stórfína tómatsúpa sem vel má mæla með. Þessi góða súpa toppar eiginlega allar tómatsúpur.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt

4 ds San Marzano tómatar
1 lítri kjúklingasoð/grænmetissoð
250 ml rjómi
2 msk smjör
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 vorlaukur
handfylli basilikum
salt og pipar

Saxið lauk og hvítlauk og svitið vel í potti með ólífuolíu og smjöri á lágum hita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og gegnsær (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið tómötum út í sjóðið þar til þeir fara að detta í sundur (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið soðinu út í og látið malla í hálftíma. Bætið svo rjóma út í og notið töfrasprota til að blanda öllu saman.
Salt og pipar eftir smekk. Skreytið með niðurskornu basilikum og vorlauk.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"