Tómatsúpan sem toppar allar súpur

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt. Guðrún harpa erlendur elli tómatar góð súpa tómatsúpan
Tómatsúpan sem toppar allar súpur

TÓMATSÚPA

Í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var þessi stórfína tómatsúpa sem vel má mæla með. Þessi góða súpa toppar eiginlega allar tómatsúpur.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt

4 ds San Marzano tómatar
1 lítri kjúklingasoð/grænmetissoð
250 ml rjómi
2 msk smjör
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 vorlaukur
handfylli basilikum
salt og pipar

Saxið lauk og hvítlauk og svitið vel í potti með ólífuolíu og smjöri á lágum hita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og gegnsær (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið tómötum út í sjóðið þar til þeir fara að detta í sundur (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið soðinu út í og látið malla í hálftíma. Bætið svo rjóma út í og notið töfrasprota til að blanda öllu saman.
Salt og pipar eftir smekk. Skreytið með niðurskornu basilikum og vorlauk.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnetubaka

HnetubakaTertur

Hnetubaka. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið

Sablés Breton – bretónskar smákökur

Sablés Bretons

Sablés Breton - bretónskar smákökur. Í tilefni þess að Jón Björgvin frændi minn fermist í dag þá er hér uppskrift sem birtist í blaði Franskra daga fyrir sex árum. Jón fékk það vandasama verkefni að halda á kökunum í myndatöku, í glampandi sól.