Tómatsúpan sem toppar allar súpur

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt. Guðrún harpa erlendur elli tómatar góð súpa tómatsúpan
Tómatsúpan sem toppar allar súpur

TÓMATSÚPA

Í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var þessi stórfína tómatsúpa sem vel má mæla með. Þessi góða súpa toppar eiginlega allar tómatsúpur.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt

4 ds San Marzano tómatar
1 lítri kjúklingasoð/grænmetissoð
250 ml rjómi
2 msk smjör
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 vorlaukur
handfylli basilikum
salt og pipar

Saxið lauk og hvítlauk og svitið vel í potti með ólífuolíu og smjöri á lágum hita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og gegnsær (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið tómötum út í sjóðið þar til þeir fara að detta í sundur (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið soðinu út í og látið malla í hálftíma. Bætið svo rjóma út í og notið töfrasprota til að blanda öllu saman.
Salt og pipar eftir smekk. Skreytið með niðurskornu basilikum og vorlauk.

GUÐRÚN HARPASÚPUR — TÓMATAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pasta/kjúklingasalat

Pasta/kjúklingasalat Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um þennan saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim í það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi.