TÓMATSÚPA
Í matarboði Guðrúnar Hörpu og Ella var þessi stórfína tómatsúpa sem vel má mæla með. Þessi góða súpa toppar eiginlega allar tómatsúpur.
— GUÐRÚN HARPA — SÚPUR — TÓMATAR —
.
Tómatsúpa fyrir 8 manns í forrétt
4 ds San Marzano tómatar
1 lítri kjúklingasoð/grænmetissoð
250 ml rjómi
2 msk smjör
1 laukur
3 hvítlauksgeirar
1 vorlaukur
handfylli basilikum
salt og pipar
Saxið lauk og hvítlauk og svitið vel í potti með ólífuolíu og smjöri á lágum hita þangað til laukurinn er orðinn mjúkur og gegnsær (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið tómötum út í sjóðið þar til þeir fara að detta í sundur (u.þ.b. 15 mín.).
Bætið soðinu út í og látið malla í hálftíma. Bætið svo rjóma út í og notið töfrasprota til að blanda öllu saman.
Salt og pipar eftir smekk. Skreytið með niðurskornu basilikum og vorlauk.
— GUÐRÚN HARPA — SÚPUR — TÓMATAR —
.