TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

TOP SECRET - Brownies - Súkkulaðibita kaka
TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

Við vorum að koma af fundi. Held það sé bara fínasta ráð þegar haldinn er viðskiptafundur að bjóða upp á heimabakað góðgæti með kaffinu. Þessar Brownies heilluðu alla fundargesti og bakarinn tók vel í að deila uppskriftinni.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

.

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

150 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 og 1/2 dl hveiti
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaði og smjör í skál í vatnsbaði
Þeytið egg og sykur vel saman
Bætið þurrefnunum (hveiti og salt) út í og síðan bræddu súkkulaði. Ekki hræra vel
Hellið í skúffuköku mót og bakið í 15 min 175°C

Á meðan þessi kaka er að bakast býr maður til karmellu sósu

Karamellusósa

50 g smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi

1 1/2 dl af pecan hnetum
150 gr síríus suðsúkkulaði (ennbetra með 100 g rjóma- og 50 gr síríussúkkulaði)
Hitið smjör og sykur í potti og látið sjóða í um eina mínutu og hrærið stöðugt í á meðan.
takið af hellunni og bætið 2 msk rjóma út í.

nú eru 15 min búnar
Saxið pekanhneturnar

Þegar kakan er tilbúin stráið hnetunum yfir og svo heitri karmellu sósu yfir og svo er allt saman bakað í aðrar 10 min.

þegar þessar 15 min eru búnar þá tekurðu kökuna út og stráir gróf söxuðu suðusúkkulaði yfir. Látið kólna og skerið í bita.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Friðrik krónprins í Danmörku fimmtugur

Friðrik krónprins í Danmörku er fimmtugur í dag. Við fjölskyldan slógum upp veislu honum til heiðurs, skáluðum og borðuðum danska Royal-tertu. Heitir þetta ekki að njóta lífsins? eða er það að lifa í núinu???