TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

TOP SECRET - Brownies - Súkkulaðibita kaka
TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

Við vorum að koma af fundi. Held það sé bara fínasta ráð þegar haldinn er viðskiptafundur að bjóða upp á heimabakað góðgæti með kaffinu. Þessar Brownies heilluðu alla fundargesti og bakarinn tók vel í að deila uppskriftinni.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

.

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

150 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 og 1/2 dl hveiti
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaði og smjör í skál í vatnsbaði
Þeytið egg og sykur vel saman
Bætið þurrefnunum (hveiti og salt) út í og síðan bræddu súkkulaði. Ekki hræra vel
Hellið í skúffuköku mót og bakið í 15 min 175°C

Á meðan þessi kaka er að bakast býr maður til karmellu sósu

Karamellusósa

50 g smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi

1 1/2 dl af pecan hnetum
150 gr síríus suðsúkkulaði (ennbetra með 100 g rjóma- og 50 gr síríussúkkulaði)
Hitið smjör og sykur í potti og látið sjóða í um eina mínutu og hrærið stöðugt í á meðan.
takið af hellunni og bætið 2 msk rjóma út í.

nú eru 15 min búnar
Saxið pekanhneturnar

Þegar kakan er tilbúin stráið hnetunum yfir og svo heitri karmellu sósu yfir og svo er allt saman bakað í aðrar 10 min.

þegar þessar 15 min eru búnar þá tekurðu kökuna út og stráir gróf söxuðu suðusúkkulaði yfir. Látið kólna og skerið í bita.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.