Auglýsing
TOP SECRET - Brownies - Súkkulaðibita kaka
TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

Við vorum að koma af fundi. Held það sé bara fínasta ráð þegar haldinn er viðskiptafundur að bjóða upp á heimabakað góðgæti með kaffinu. Þessar Brownies heilluðu alla fundargesti og bakarinn tók vel í að deila uppskriftinni.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

Auglýsing

.

TOP SECRET – Brownies – Súkkulaðibita kaka

150 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
3 egg
3 dl sykur
1 og 1/2 dl hveiti
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar

Bræðið súkkulaði og smjör í skál í vatnsbaði
Þeytið egg og sykur vel saman
Bætið þurrefnunum (hveiti og salt) út í og síðan bræddu súkkulaði. Ekki hræra vel
Hellið í skúffuköku mót og bakið í 15 min 175°C

Á meðan þessi kaka er að bakast býr maður til karmellu sósu

Karamellusósa

50 g smjör
1 dl púðursykur
2 msk rjómi

1 1/2 dl af pecan hnetum
150 gr síríus suðsúkkulaði (ennbetra með 100 g rjóma- og 50 gr síríussúkkulaði)
Hitið smjör og sykur í potti og látið sjóða í um eina mínutu og hrærið stöðugt í á meðan.
takið af hellunni og bætið 2 msk rjóma út í.

nú eru 15 min búnar
Saxið pekanhneturnar

Þegar kakan er tilbúin stráið hnetunum yfir og svo heitri karmellu sósu yfir og svo er allt saman bakað í aðrar 10 min.

þegar þessar 15 min eru búnar þá tekurðu kökuna út og stráir gróf söxuðu suðusúkkulaði yfir. Látið kólna og skerið í bita.

BROWNIESSÚKKULAÐITERTURVIÐSKIPTAFUNDIR

.