Serbnesk veisla á Sjálandi
Í afar fallegu húsi rétt fyrir sunnan Kaupmannahöfn búa Guðrún Júlía frænka mín, Hari hennar maður og dæturnar Emma, María og Sara. Hari er fæddur í Danmörku er foreldrar hans eru frá Serbíu. Það er einkar ánægjulegt að sjá hve rætur þeirra hjóna eru sterkar, bæði hinar íslensku og líka serbnesku. Hari er hörkukokkur og var alveg til í að elda serbneskan mat og naut við það aðstoðar Guðrúnar og Söru en hinar tvær dæturnar voru ekki heima þegar við komum í heimsókn.
— SERBÍA — NESKAUPSTAÐUR — BAUNASÚPUR — TÓMATSALÖT —
.
Aðspurð um serbneskar matarhefðir nefna þau peningabrauð sem er borðað um áramót. Úr gerdeigi er útbúinn brauðhleifur, í deigið er settur innpakkaður peningur. Þegar brauðið er fullbakað er því snúið í nokkra hringi áður en fólk brýtur af því og borðar. Það boðar lukku og fjárhagslegt öryggi á komandi ári að fá peninginn.
Burek með fetaosti
4 egg
1 b olía
1 b vatn
salt
2 msk Grísk jógúrt
300 g fetaostur
300 g filódeig.
Blandið eggjum, olíu, vatni og fetaosti í skál og hrærið saman.
Setjið til skiptis filódeigið og blönduna í eldfast form (helst úr málmi) penslið formið ef þarf. Dreifið smá olíu yfir síðasta lagið af filódeiginu til að fá fallegan gullbrúna lit.
Bakið í u.þ.b. 45 mín. í 160 gráður.
Baunasúpa
1 kg laukur
2 ds nýrnabaunir
1 dl olía
3 gulrætur
1 b vatn
1 msk hveiti
1 msk paprikuduft
1 msk vegeta(grænmetisteningur)
300 g beikon
salt og pipar
Setjið saxaðan lauk, baunir og saxaðar gulrætur í from. Blandið saman hveiti, paprikudufti og vegeta (grænmetisteningur) og svo hellið yfir baunir og grænmeti. Blandið öllu saman, leggið beikonbita yfir og saltið og piprið. Bakið í 40-45 mín við 180°C
Serbneskt tómatasalat
1 kg tómatar
300 g laukur
1 agúrka
1 gul paprika
100 g fetaostur
salt
olía.
Skerið tómatana niður, saxið laukinn, skerið agúrku og papriku smátt. Blandið saman og lokst fetaosti seinast salti og loks olía yfir.
Ajvar er vinsæl sósa á Balkanskaganum. Hún er til nokkrum útgáfum en uppistaðan eru grillaðar paprikur.
Ajvar sósa
1 eggaldin
3 rauðar paprikur
2-3 hvítlauksgeirar
1 rautt chili
1/2 dl ólífuolía
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar
Hitið oninn í 200°C. Skerið eggaldin og paprikur í grófa aflanga bita. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og bitana þar í.
Bakið í 40-45 mínútur. Látið kólna. Takið himnuna utan af paprikunni. ( ekki nauðsýnlegt) Skerið chili í tvennt og fræhreinsið.
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í glerkrukku, lokið og geymið í ísskáp
Eftirrétturinn Zito
300 g perlubygg
7-8 dl vatn
200 g valhnetur
100 g flórsykur
2 tsk vanillusykur
Setjið vatn í pott og hitið að suðu. Skolið perlubyggið látið út í vatnið, látið malla í 30 mín. Slökkvið á hitanum og látið standa í 15 mínútur. Valhnetur perlubygg, flórsykur og vanillusykur er sett saman i matvinnsluvél/ hakkavél og sett i skál. Kælið í ísskáp. Berið fram með ávöxtum og jógúrt
Serbneskt kaffi
Fínt malað kaffi, vatn og sykur.
Hellið nákvæmlega vatnsmagninu í pottinn úr bollanum sem á að drekka kaffi úr. Hitið þar til vatnið byrjar að sjóða. Hellið einni teskeið af kaffi á hvern bolla af kaffi saman við og hálfan til eina matskeið af sykri eftir þörfum. Slökkvið á hitanum og leyfðið kaffinu að sjóða aðeins. Hellið kaffinu varlega í bollana.
–
— SERBNESK VEISLA Á SJÁLANDI —
–