
Sumarið er skemmtilegur tími
Trúlega erum við öll sammála um að hann líði hjá með ógnarhraða og stundum er maður rétt byrjaður að fá sumarfreknurnar þegar haustið minnir á sig. Það er því mikilvægt að skipuleggja sumarið vel til að njóta sem mest og best.
.
— SUMAR…. — MEGRUN — ÍSLENSKT — ÍSLAND —
.

Samvera með fólki sem hefur jákvæð áhrif á okkur er mikilvæg, en hún verður enn eftirminnilegri ef veitingarnar eru vel valdar. Þó það geti verið krydd í tilveruna að gleyma sér í sætindunum af og til, skiptir öllu meira máli skiptir hvað við borðum dags daglega. Við erum það sem við borðum.

Það er ekki gott að gleyma sér í megrunarkúrum hvaða nafni sem þeir nefnast. Árlega kemst í tísku mataræði sem fólk tileinkar sér og dásamar út í eitt, engu líkara er en stór hluti þjóðarinnar frelsist á „hinu eina rétta mataræði” sem svo er öllum gleymt eftir nokkur misseri þegar enn eitt töframataræðið ríður yfir. Æskilegt er að hafa í huga að engir tveir einstaklingar eru eins. Góður „alvöru matur” er undirstaðan, ásamt daglegri hreyfingu og góðum svefni.

.
— SUMAR…. — MEGRUN — ÍSLENSKT — ÍSLAND —
.