Sumarhugleiðingar; Skemmtilegt fólk, megrun og alvöru matur

Tíkin Lobba í Grímsey á Breiðafirði Túnfíflar á fögrum sumardegi sumar sumarið gott fólk skemmtilegt nesti nestisferð
Túnfíflar á fögrum sumardegi

Sumarið er skemmtilegur tími

Trúlega erum við öll sammála um að hann líði hjá með ógnarhraða og stundum er maður rétt byrjaður að fá sumarfreknurnar þegar haustið minnir á sig. Það er því mikilvægt að skipuleggja sumarið vel til að njóta sem mest og best.

.

SUMAR….MEGRUNÍSLENSKTÍSLAND

.

Regnbogafáninn málaður á Klapparstíginn

Samvera með fólki sem hefur jákvæð áhrif á okkur er mikilvæg, en hún verður enn eftirminnilegri ef veitingarnar eru vel valdar. Þó það geti verið krydd í tilveruna að gleyma sér í sætindunum af og til, skiptir öllu meira máli skiptir hvað við borðum dags daglega. Við erum það sem við borðum.

Fátt er notalegra en setjast út í náttúruna með nesti(og köflóttan dúk). Edda, Bergþór og Albert

Það er ekki gott að gleyma sér í megrunarkúrum hvaða nafni sem þeir nefnast. Árlega kemst í tísku mataræði sem fólk tileinkar sér og dásamar út í eitt, engu líkara er en stór hluti þjóðarinnar frelsist á „hinu eina rétta mataræði” sem svo er öllum gleymt eftir nokkur misseri þegar enn eitt töframataræðið ríður yfir. Æskilegt er að hafa í huga að engir tveir einstaklingar eru eins. Góður „alvöru matur” er undirstaðan, ásamt daglegri hreyfingu og góðum svefni.

Tíkin Lobba í Grímsey á Breiðafirði.

.

SUMAR….MEGRUNÍSLENSKTÍSLAND

— SUMARHUGLEIÐINGAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.