Auglýsing
Gulróta- og linsusúpa gulrætur súpa vegan vegansúpa kókosmjólk linsubaunir vegan hveitilaus
Gulróta- og linsusúpa

Gulróta- og linsusúpa

Þó súpan sé ekkert sérstaklega sterk geta þeir sem vilja hafa hana mildari minnkað kryddið.  Það er kannski ekki besta aðferðin að mæla gulrætur í stykkjatali þar sem þær eru jú misstórar. Þegar ég var búinn að skera þær niður mældust þær um þrír bollar.

.

GULRÆTURSÚPURLINSURGRÆNMETI

.

Gulróta- og linsusúpa

Gulróta- og linsusúpa

1 laukur, saxaður
olía til steikingar
ca 1 msk rifið ferskt engifer
10 gulrætur, skornar í bita
1 msk karrý
1 tsk chili
5-7 dl vatn
1 ds kókosmjólk
grænmetiskraftur
1 dl linsubaunir
salt og pipar

 

Steikið laukinn í olíunni, bætið við engifer og karrýi og steikið áfram. Látið gulrætur, engifer, chili, vatn, grænmetiskraft, linsubaunir, salt og pipar saman við og sjóðið í um 25 mín. Bætið kókosmjólkinni við í lokin og maukið súpuna.

.

GULRÆTURSÚPURLINSURGRÆNMETI

.

Auglýsing